82 farast í jarðskjálfta á Lombok

Aðeins vika er síðan jarðskjálfti, 6,4 að stærð, skók indónesísku …
Aðeins vika er síðan jarðskjálfti, 6,4 að stærð, skók indónesísku eyjuna Lombok. Annar skjálfti, 7 að stærð, reið yfir eyjuna í dag. AFP

82 hið minnsta fórust og hundruð slösuðust í öflugum jarðskjálfta sem varð á indó­nes­ísku eyj­unni Lom­bok í dag, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá indó­nes­ísk­um yf­ir­völd­um. Skjálft­inn mæld­ist 7 stig og olli skemmd­um á  bygg­ing­um og raf­magns­leysi í nokkr­um hverf­um höfuðborg­ar­inn­ar Mat­aram. Þá varð jarðskjálft­ans einnig vart á ná­granna­eyj­unni Balí.

Gef­in var út flóðbylgju­viðvör­un í kjöl­far jarðskjálft­ans, en henni var aflétt nokkr­um tím­um síðar, að því er BBC greinir frá.

Aðeins vika er síðan 17 létu lífið í jarðskjálfta á eyj­unni, sem er vin­sæll ferðamannastaður. Sá skjálfti var 6,4 að stærð og olli skemmd­um á hundruðum bygg­inga. 

Skjálft­inn í dag á upp­tök sín á um tíu kíló­metra dýpi und­ir eyj­unni. Íbúar og ferðamenn á eyj­unni hafa verið beðnir um að koma sér sem lengst frá sjón­um.

Mik­il skelf­ing greip um sig er jarðskjálftans varð vart. „All­ir hlupu eins og skot út af heim­il­um sín­um, það var mikið óðagot,“ hef­ur AFP-frétta­stof­an eft­ir íbúa á eyj­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert