Brothætt sátt í Suður-Súdan

Íbúar í höfuðborginni Juba í Suður-Súdan fagna friðarsamkomulaginu með dansi …
Íbúar í höfuðborginni Juba í Suður-Súdan fagna friðarsamkomulaginu með dansi og söng. AFP

Mis­klíð þeirra hef­ur valdið blóðugum átök­um í Suður-Súd­an en nú segj­ast erkifjend­urn­ir Sal­va Kiir og Riek Mach­ar ætla að reyna að deila völd­um og ætla að gera enn eina til­raun­ina til að semja um frið í þessu yngsta ríki heims.

Skrifað var und­ir sam­komu­lag milli stríðandi fylk­inga á sunnu­dag í Khartoum, höfuðborg ná­granna­lands­ins Súd­ans, en yf­ir­völd þar hafa reynt að miðla mál­um. Í kjöl­farið brut­ust út fagnaðarlæti í Juba, höfuðborg Suður-Súd­ans, m.a. í flótta­manna­búðum sem þar hafa sprottið upp í borg­ara­styrj­öld­inni sem nú hef­ur staðið í um fimm ár. 

Sér­fræðing­ar í mál­efn­um lands­ins vara við of mik­illi bjart­sýni og segja að mörg ljón séu enn í veg­in­um. Von er nú á upp­reisn­ar­leiðtog­an­um Mach­ar aft­ur til lands­ins eft­ir út­legð en hann á sam­kvæmt sam­komu­lag­inu að taka við vara­for­seta­embætti á ný.

Uppreisnarleiðtoginn Riek Machar er að margra mati frelsishetja mikil. Suður-Súdanar …
Upp­reisn­ar­leiðtog­inn Riek Mach­ar er að margra mati frels­is­hetja mik­il. Suður-Súd­an­ar eru klofn­ir í af­stöðu sinni til stjórn­valda í land­inu. AFP

Að fá þá Mach­ar og Kiir for­seta til að vinna sam­an er flókið og hingað til hafa all­ar slík­ar til­raun­ir runnið fljótt út í sand­inn og átök blossað upp af krafti á nýj­an leik.

„Þetta á eft­ir að verða mjög erfitt því Kiir for­seti gaf það út á fund­um að hann vildi ekki vinna með Mach­ar,“ seg­ir emb­ætt­ismaður í Suður-Súd­an í sam­tali við AFP-frétta­stof­una í skjóli nafn­leys­is. „Það hef­ur þurft að snúa ræki­lega upp á hönd­ina á hon­um til að ná þess­um samn­ingi aft­ur.“

Kiir og Mach­ar eru báðir fyrr­ver­andi leiðtog­ar upp­reisn­ar­hópa og komust til valda í borg­ara­stríðinu í Súd­an á ár­un­um 1983-2005. Þeir voru ekki alltaf sam­herj­ar í því stríði en upp úr því fékk Suður-Súd­an sjálf­stæði sitt árið 2011. 

Þeir fara fyr­ir tveim­ur stærstu þjóðflokk­um Suður-Súd­ans; Kiir er leiðtogi Dinka og Mach­ar leiðtogi Nuer-þjóðar­inn­ar.

Kiir varð for­seti lands­ins við stofn­un rík­is­ins og Mach­ar vara­for­seti. En stjórn­in var skamm­líf og árið 2013 sakaði Kiir Mach­ar um að ætla að ræna sig völd­um. Þá hófst blóðug borg­ara­styrj­öld. Hundruð þúsunda hafa fallið og millj­ón­ir lagt á flótta. 

Salva Kiir (t.h.) og Riek Machar skrifa undir friðarsamkomulagið í …
Sal­va Kiir (t.h.) og Riek Mach­ar skrifa und­ir friðarsam­komu­lagið í Súd­an á sunnu­dag. AFP

Árið 2016 var gert friðarsam­komu­lag sem þýddi að þeir voru aft­ur komn­ir sam­an í rík­is­stjórn. En aðeins fáum mánuðum eft­ir að Mach­ar sneri aft­ur til Juba brut­ust út mik­il átök sem varð til þess að hann lagði fót­gang­andi á flótta til Aust­ur-Kongó.

„Ég veit ekki hvernig, með allt þetta of­beldi, er hægt er að mynda trausta og starf­hæfa rík­is­stjórn,“ seg­ir Ah­med Solim­an, sem rann­sakað hef­ur hið póli­tíska lands­lag í Suður-Súd­an og víðar í þess­um heims­hluta.

Átök­in sem blossuðu upp árið 2016 voru verri en nokkru sinni fyrr og valdalín­urn­ar flókn­ari en áður þar sem nýir upp­reisn­ar­hóp­ar skutu upp koll­in­um og blóðbaðið magnaðist enn frek­ar. Þá brast á hung­urs­neyð og mik­ill fólks­flótti vegna hung­urs og átaka. 

Stjórn­völd í Úganda og Súd­an leiða friðarviðræðurn­ar nú. Súd­an­ar hafa hags­muna að gæta því þeir þurfa á olíu­viðskipt­um við Suður-Súd­an að halda. Olíu er að finna í norður­hluta Suður-Súd­ans en olíu­leiðslan ligg­ur um Súd­an. Það væri því beggja hag­ur að sátt­ir næðust og viðskipta­sam­band kæm­ist aft­ur á. 

Milljónir manna eru á flótta í Suður-Súdan. Flestir eru á …
Millj­ón­ir manna eru á flótta í Suður-Súd­an. Flest­ir eru á ver­gangi inn­an lands­ins en hundruð þúsunda hafa flúið til ná­granna­land­anna, aðallega til Úganda. AFP

Viðskipta­sam­starf um ol­í­una er eitt þeirra atriða sem ít­rekað hef­ur verið fjallað um í friðarsamn­ing­um síðustu árin en hingað til hafa stjórn­völd í Suður-Súd­an ekki nýtt pen­ing­ana til að byggja upp efna­hag lands­ins held­ur til að efla hernað sinn í borg­ara­stríðinu. 

Eft­ir því sem stríðið hef­ur dreg­ist á lang­inn hafa fleiri upp­reisn­ar­hóp­ar orðið til sem all­ir vilja völd. Því eru nú fimm vara­for­set­ar í rík­is­stjórn­inni, 35 ráðherr­ar og á þingi eiga 550 manns sæti.

Mach­ar á sam­kvæmt friðarsam­komu­lag­inu að verða fyrsti vara­for­seti. Ótt­ast er að þó að hann hafi skrifað und­ir það muni hann ekki fara eft­ir því. Sömu sögu er að segja um Kiir. Hann hef­ur heitið því að láta sam­komu­lagið ekki „hrynja“ en hef­ur þegar lýst yfir efa­semd­um sín­um um hina nýju rík­is­stjórn og hvernig hún verði fjár­mögnuð. „Þeir þurfa ör­yggis­eft­ir­lit, þeir þurfa far­ar­tæki, þeir þurfa hús. Þetta eru fimm vara­for­set­ar, það verður mik­il ábyrgð að stjórna þessu öllu,“ seg­ir Kiir. 

Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa sent neyðaraðstoð til Suður-Súdan þar sem …
Stofn­an­ir Sam­einuðu þjóðanna hafa sent neyðaraðstoð til Suður-Súd­an þar sem hung­urs­neyð hef­ur geisað á ákveðnum svæðum. AFP

End­an­leg út­færsla friðarsam­komu­lags­ins er ekki í höfn. Stjórn­völd í Suður-Súd­an hafa nú þrjá mánuði til að ganga frá henni og þar með nýrri rík­is­stjórn sem á að fara með völd í land­inu næstu þrjú árin.

Frá því samið var um vopna­hlé 27. júlí hef­ur dregið úr of­beldi í land­inu sem marg­ir telja vís­bend­ingu um að stríðandi fylk­ing­ar séu ákveðnari en áður í að koma á friði. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka