Segja Roundup öruggt eftir milljarðadóm

Brúsar af Roundup sjást hér til sölu í versln í …
Brúsar af Roundup sjást hér til sölu í versln í San Rafael í Kaliforníu. AFP

Forsvarsmenn þýsku samsteypunnar Bayer AG, sem er eigandi Monsanto, sem stærsti efna­fram­leiðandi til land­búnaðar í Banda­ríkj­un­um, segja að illgresiseyðirinn Roundup sé öruggur og mótmæla niðurstöðu dómstóls í Kaliforníu sem dæmdi Monsanto til að greiða manni sem samsvarar um 30 milljörðum króna í skaðabætur því efni í vörunni gæti valdið krabbameini.

Búist er við að þúsundir muni fara í mál við fyrirtækið í kjölfar niðurstöðunnar. Talsmenn Bayer, sem keypti Monsanto nýverið, halda því hins vegar fram að niðurstaða dómstólsins sé þvert á vísindalegar rannsóknir. 

Þeir segja að efniðglýsfosat, sem er að finna í Roundup, sé öruggt og valdi ekki krabbameini. 

Þýska fyrirtækið Bayer keypti Monsanto nýverið. Það hyggst áfrýja dómnum.
Þýska fyrirtækið Bayer keypti Monsanto nýverið. Það hyggst áfrýja dómnum. AFP

Bandarískur kviðdómur komst einróma að þeirri niðurstöðu í gær að Monsanto hafi vitað að Roundup væri hættulegt og efnið hefði haft skaðleg áhrif á garðyrkjumanninn Dewayne Johnson, sem höfðaði málið. Talsmenn Bayer segja að þeir muni áfrýja málinu. 

Réttarhöldin stóðu yfir í átta vikur í San Francisco. Kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið ætti að greiða Johnson samtals um 290 milljónir dala í skaðabætur og annan kostnað.

Árið 2014 greindist Johnson með non-Hodgkins-krabbamein, sem er eitilfrumuæxli sem hefur áhrif á hvítu blóðkornin. Johnson segist hafa ítrekað notað Roundup er hann starfaði fyrir skóla íBenicia í Kaliforníu. 

Dewayne Johnson grét af gleði þegar niðurstaðan lá fyrir.
Dewayne Johnson grét af gleði þegar niðurstaðan lá fyrir. AFP

„Ég vil þakka öllum kviðdómendunum frá mínum dýpstu hjartarótum,“ sagði hinn 46 ára gamli Johnson eftir að dómurinn var kveðinn upp. 

„Það gleður mig að vera hér; málstaðurinn er mun stærri en ég. Vonandi mun þetta mál fá þá athygli sem það á skilið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert