Bandaríska flugslysanefndin greindi í gærkvöldi frá því að búið væri að finna flugrita vélarinnar sem starfsmaður á alþjóðaflugvellinum í Seattle stal á föstudag. Brak vélarinnar, sem var af gerðinni Bombardier Q400, fannst í skóglendi Ketron-eyju í Puget-sundi, skammt undan ströndum Washington-ríkis.
Eftir að vélin hrapaði um 30 metra í gegnum þétt skóglendi brotnaði hún í fjölda lítilla stykkja, sem flest voru nógu lítil til að taka mætti þau upp með höndunum, að því er CNN-fréttastofan hefur eftir Debra Eckrote hjá flugslysanefndinni.
„Það var ekki hægt að greina að þetta væri flugvél, nema nokkra stærri hlutanna eins og vænghluta,“ sagði Eckrote. Flugritin væri hins vegar heill og verður hann rannsakaður til að skera úr um tildrög þess að vélin hrapaði.
Bandaríski flugherinn sendi tvær orrustuþotur af gerðinni F-15 á vettvang eftir að tilkynning barst um að vélinni hefði verið stolið og flogið af stað. Mörg myndskeið hafa birst á netinu sem sýna þoturnar á eftir farþegavélinni.
Þá sýndir myndband hvernig maðurinn, Richard Russell, sem starfaði á flugvellinum, flaug vélinni í lykkju áður en hann missti hana inn í skóglendið á Ketron-eyju.
The joyrider pilot who tragically crashed the plane at #SeaTac and killed himself has been named as 29-year-old Richard Russell. RIP.
— Jake Hanrahan (@Jake_Hanrahan) August 12, 2018
(Not sure who made this tribute video. Saw it online.) pic.twitter.com/S8OtV4wGvT
Bandarísk yfirvöld hafa útilokað að um hryðjuverk hafi verið að ræða og þá er talið öruggt að Russell hafi verið einn á ferð.