Óttast er að tugir hafi farist þegar brúargólf á hraðbraut í Genúa á Ítalíu gaf sig í morgun. Tugir metra af brúargólfinu féllu niður um 100 metra á lestarteina fyrir neðan. Talið er að nokkrir bílar hafi fallið niður með brúnni, en það er haft eftir bráðaliðum á vettvangi.
Fréttir af fjölda látinna eru þó óstaðfestar, en samgönguráðherra Ítalíu hefur gefið út yfirlýsingu og segir um mikinn harmleik að ræða.
Þá birti slökkviliðið mynd á Twitter þar sem sést hvar stór flutningabíll stendur rétt við brúnina á fallna hluta brúarinnar.
Brúin er hluti af hraðbraut A10 og er um 100 metra há, að því er fram kemur í ítölskum fjölmiðlum. en bráðaaðilar eru á vettvangi.
Fyrstu myndskeið og myndir sem birst hafa af vettvangi sýna að margir tugir metra af brúnni hafa fallið niður og steypuklumpar úr brúnni hafa dreifst um stórt svæði.
Brúin var byggð árið 1960 og er þekkt undir nafninu the Morandi bridge.
Fréttin hefur verið uppfærð.
#14ago #Genova 12:00, crolla parte del ponte Morandi sulla #A10. Le squadre #vigilidelfuoco stanno operando in massa, attivatinteam usar e cinofili pic.twitter.com/gjSJLvjw1K
— Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) August 14, 2018
Disastro a #Genova. Crolla il ponte Autostradale. Stiamo cercando informazioni. pic.twitter.com/f2Z0c91JLZ
— Sergio Battelli (@BattelliSergio) August 14, 2018
Il crollo del ponte #Morandi a #Genova è una tragedia di proporzioni immani. Sto seguendo passo passo le operazioni di soccorso in contatto con i ministri @DaniloToninelli e @luigidimaio. Chiunque si trovi sul posto dia notizie, prego che non ci siano vittime pic.twitter.com/sNEjw0KuSF
— Sergio Battelli (@BattelliSergio) August 14, 2018
#BREAKINGNEWS: This may end up being a terribly sad story. A large section of this bridge in Genoa, Italy collapsed. It is believed there were a number of cars on the bridge at the time of the collapse. pic.twitter.com/w0IDrfZd9e
— kendis gibson (@kendisgibson) August 14, 2018
Horrific images coming in of a bridge collapse in Genoa, Italy. (Pix via @rulesandmarkets) pic.twitter.com/qa2HgDYn1H
— Mark Stone (@Stone_SkyNews) August 14, 2018