Brúin lengi verið vafasöm

Morandi brúin.
Morandi brúin. AFP

Ástand Mor­andi brú­ar­inn­ar og hrun brú­argólfs­ins í gær­morg­un hef­ur varpað nýju ljósi á margra ára umræðu um innviði á Ítal­íu. Á fimm árum hafa fimm brýr á Ítal­íu brugðist og voru hörm­ung­arn­ar í gær þær mann­skæðustu af sinni gerð frá ár­inu 2001.

Ástand Mor­andi hef­ur, eft­ir því sem fram kem­ur á BBC, verið til umræðu áður á Ítal­íu og þá sér í lagi hversu lengi hún myndi end­ast í nú­ver­andi ásig­komu­lagi.

Árið 2012 ræddi borg­ar­ráð Genóa um brúnna og sagði talsmaður iðnaðarbanda­lags á svæðinu að brú­in myndi hrynja „inn­an tíu ára.“ Fjór­um árum síðar sagði burðarþols­fræðing­ur­inn Ant­onio Brencich svo að ákveðnir brest­ir væru í brúnni.

AFP

For­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, Giu­seppe Conte, hef­ur til­kynnt að innviðir á borð við brýr og vegi um alla Ítal­íu verði skoðaðar í kjöl­far slyss­ins.

Enn hef­ur ekki komið í ljós hvað gerðist ná­kvæm­lega þegar brú­in brast. Það hafði verið ofsa­feng­inn rign­ing í gær­morg­un og sam­kvæmt BBC er verið að rann­saka hvort að eld­ing­ar hafi haft ein­hver áhrif. Sam­kvæmt tals­manni Autostra­de, um­sjón­araðila brú­ar­inn­ar, var verið að vinna að því að styrkja grunn henn­ar.

Autostra­de viður­kenndi það árið 2011 að ástand brú­ar­inn­ar væri ábóta­vant sök­um um­ferðar.

Gætu þurft að borga hátt í 20 millj­arða króna

Sam­kvæmt frétta­vef Reu­ters  hafði íbúi Genóa sem starfaði við brúnna lengi verið var við að brú­in væri ekki í ákjós­an­legu ástandi og að löng­um hefði mátt sjá ryð und­ir brú­argólf­inu. Bygg­ingu brú­ar­inn­ar lauk árið 1967 og var hún yf­ir­far­in fyr­ir tveim­ur árum.

Morandi brúin.
Mor­andi brú­in. AFP

Sam­göngu­málaráðherra Ítal­íu, Dani­lo Ton­inelli, hef­ur sagt að um­sjón og viðhald Autostra­de á brúnni hafi verið ófull­nægj­andi og hef­ur kallað eft­ir því að for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins segi af sér.

Þá hef­ur Ton­inelli einnig sagt að hann hafi þegar haf­ist handa við að svipta fyr­ir­tækið starfs­leyfi sínu og að það gæti átt von á sekt­um upp á allt að 150 millj­ón­ir evra eða því sem nem­ur um 18 og hálf­um millj­arði króna. Tals­menn Autostra­de hafa sagt að brú­in hafi verið skoðuð árs­fjórðungs­lega eins og lög í land­inu kveða á um.

Eft­ir því sem fram kem­ur á vef BBC er tala lát­inna kom­in upp í 39 manns. Þar af hef­ur verið borið kennsl á 37 fórna­lömb og að minnsta kosti þrjú börn eru lát­in. Ólík­legt er að fleiri eft­ir­lif­end­ur finn­ist.

Sam­kvæmt ut­an­rík­is­ráðuneyti Frakk­lands voru þrír Frakk­ar á meðal lát­inna, en brú­in er mik­il­væg lífæð á milli Ítal­íu og Suður-Frakk­lands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert