Monsanto segir dóminn byggja á hjávísindum

Umhverfissinnar hafa lengi fundið Monsanto flest til foráttu og hafa …
Umhverfissinnar hafa lengi fundið Monsanto flest til foráttu og hafa þeir hótað að færa mótmæli sín yfir til Bayer, viðhafi það framleiðsluhætti fyrirtækisins. AFP

Það kann að verða á bratt­ann að sækja hjá Mons­anto, sem stærsti efna­fram­leiðandi til land­búnaðar í Banda­ríkj­un­um, varðandi áfrýj­un í máli manns sem hélt því fram að hann hefði fengið krabba­mein eft­ir að hafa notað plöntu­eyði frá fyr­ir­tæk­inu. Mons­anto, sem mun að sögn Reu­ters-frétta­stof­unni áfrýja mál­inu, var dæmt til að greiða mann­in­um 289 millj­ón­ir dala, sem sam­svar­ar rúm­um 30 millj­örðum kr., í skaðabæt­ur vegna notk­un­ar hans á Roundup-plöntu­eyðinum sem inni­held­ur efnið glý­fosat.

Hef­ur fyr­ir­tækið sagt dóm­inn vera verk „upp­t­endraðs kviðdóms“ og að hann byggi á „hjá­v­ís­ind­um“. Slík rök seg­ir Reu­ters hins veg­ar ekki lík­leg til að sann­færa dóm­stóla. Áfrýj­un kem­ur þó vænt­an­lega fæst­um á óvart enda er dóm­ur­inn sagður geta opnað flóðgátt­ir mála­ferla á hend­ur fyr­ir­tæk­inu, sem ný­lega var keypt af þýska lyfja- og efna­fyr­ir­tæk­inu Bayer. En hvaða fyr­ir­tæki eru þetta eig­in­lega? 

Seldi heróín sem hóstamixt­úru

Bayer var stofnað í Þýskalandi 1863 og er hvað best þekkt í dag fyr­ir aspi­rín­fram­leiðslu sína. Öllu dekkri blett­ur á sögu fyr­ir­tæk­is­ins er sala Bayers á heróíni í upp­hafi 20. ald­ar, en efnið var þá sett á markað sem hóstamixt­úra og staðgeng­ill morfíns. Á tím­um síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar var Bayer enn frem­ur hluti af IG Far­ben-sam­steyp­unni sem fram­leiddi Zyklon B-skor­dýra­eitrið sem notað var í gas­klef­um Hitlers.

Bayer hef­ur síðastliðin ár vaxið upp í sann­kallaðan lyfja- og efnarisa og starfa nú um 100.000 manns hjá fyr­ir­tæk­inu víðs veg­ar um heim.

Roundup-plöntueyðirinn inniheldur glýfosat sem sumir vísindamenn telja geta verið krabbameinsvaldandi.
Roundup-plöntu­eyðir­inn inni­held­ur glý­fosat sem sum­ir vís­inda­menn telja geta verið krabba­meinsvald­andi. AFP

Átti þátt í fram­leiðslu Ag­ent Orange

Mons­anto var stofnað í St. Lou­is í Mis­souri árið 1901 og fram­leiddi þá sætu­efnið sakka­rín. Á fimmta ára­tug síðustu ald­ar var fyr­ir­tækið byrjað að fram­leiða efni fyr­ir land­búnaðarfram­leiðslu, m.a. plöntu­eyðinn 2,4-D sem í bland við önn­ur hættu­leg efni var notað til að fram­leiða hinn ill­ræmda Ag­ent Orange-gróðureyði.

Banda­ríski her­inn úðaði hon­um í miklu magni á skóga Víet­nam í Víet­nam­stríðinu í því skyni að af­laufga trén og hindra þannig víet­namska and­stæðinga sína í að fela sig í skóg­in­um. Millj­ón­ir Víet­nama þjást enn þann dag í dag vegna þessa.  

Það var svo árið 1976 sem best þekkta afurð Mons­anto, plöntu­eyðir­inn Roundup kom á markað.

Á ní­unda ára­tugn­um voru það svo vís­inda­menn Mons­anto sem voru fyrst­ir til að fram­leiða erfðabreytta plöntu­frumu. Í kjöl­farið tók fyr­ir­tækið að kaupa upp aðra fræfram­leiðend­ur og hóf til­raun­ir með erfðabreytta rækt­un. Með tím­an­um tókst Mons­anto að fram­leiða yrki af soja­baun­um, maís­baun­um, bóm­ullar­plöntu og öðrum jurt­um sem ekki drep­ast kom­ist þau í snert­ingu við Roundup.

„Monsatan“ og „Mut­anto“

Það er ekki of­sög­um sagt að segja að Mons­anto sé um­deilt og ára­tug­um sam­an hafa um­hverf­is­vernd­arsinn­ar, ekki hvað síst í Evr­ópu, fundið fyr­ir­tæk­inu flest til foráttu. Það hef­ur m.a. fengið viður­nefn­in „Monsatan“ og „Mut­anto“ hjá ýms­um um­hverf­is­vernd­ar­sinn­um sem telja neyslu erfðabreyttr­ar fæðu hættu­lega.

Roundup-fram­leiðslan sæt­ir ekki síður gagn­rýni og hafa sum­ir vís­inda­menn sagt glý­fosat lík­legt til að valda krabba­meini á meðan aðrar rann­sókn­ir draga þær niður­stöður í efa.

Bayer sagði raun­ar áður en dóm­ur­inn féll að það gerði ráð fyr­ir að losa sig við Mons­anto-nafnið á vör­um fyr­ir­tæk­is­ins í von um að losa sig með því við illt orðspor þess. Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in Friends of the Earth, sem hafa sagt samrun­ann vera „djöf­ul­legt hjóna­band“, full­yrða að nafna­breyt­ing­in breyti engu, þau muni ein­fald­lega beina gagn­rýni sinni gegn Bayer svo lengi sem það haldi úti fram­leiðslu­hátt­um Mons­anto.

Þá hef­ur ekki síður verið gagn­rýnt að með samruna Bayer og Mons­anto sé fræfram­leiðsla og fram­leiðsla plöntu­eyða kom­in á hend­ur fárra fyr­ir­tækja sem leiði til hærra verðlags og tak­marki val­kosti bænda og neyt­enda.

Kröf­urn­ar kunna að nema millj­örðum dala

Hluta­bréf Bayers féllu um meira en 10% þegar dóm­stóll­inn úr­sk­urðaði garðyrkju­mann­in­um í vil og hef­ur Mons­anto heitið því að áfrýja dómn­um, enda sé notk­un Roundup „ör­ugg“.

Michael Leacock, sér­fræðing­ur við Main First-bank­ann, seg­ir niður­stöðu dóms­ins vera „óheppi­lega“ fyr­ir Bayer sem staðfesti kaup sín á Mons­anto fyr­ir ein­ung­is tveim­ur mánuðum.

„Það verður að telj­ast lík­legt að fjár­fest­ar líti þessi viðskipti horn­auga,“ sagði Leacock.

Þar sem þörf­in fyr­ir aukna land­búnaðarfram­leiðslu fer sí­vax­andi vegna stöðugr­ar mann­fjölg­un­ar voru for­svars­menn Bayer hins veg­ar áhuga­sam­ir um að eign­ast Mons­anto, ekki hvað síst erfðabreytt fræ fyr­ir­tæk­is­ins sem þola sterka plöntu­eyða á borð við Roundup. Þá freistaði gagna­hluti fyr­ir­tæk­is­ins, Clima­te Corp, einnig, en Bayer tel­ur að bænd­ur muni á næstu árum reiða sig í sí­vax­andi mæli á sta­f­ræna mæl­ingu á upp­skeru sinni.

Kostnaður­inn við yf­ir­tök­una á þó mögu­lega eft­ir að reyn­ast full­hár. Bayer varð að losa sig við mikið af eig­in fræ- og land­búnaðarfyr­ir­tækj­um til að fá kaup­in samþykkt og var það helsti keppi­naut­ur þeirra í heima­land­inu, Þýskalandi, BASF, sem tók yfir þann hluta.

Og nú kann svo að fara að Bayer verði að leggja háar fjár­hæðir til hliðar til að standa straum af dóms­mál­um sem kunna að vera höfðuð í framtíðinni vegna Roundup.

„Heild­ar­kostnaður­inn kann að okk­ar mati auðveld­lega að ná 10 millj­örðum doll­ara, neyðist Bayer til að semja við fleiri kröfu­hafa,“ seg­ir Leacock.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert