Nýsjálendingar banna húsakaup útlendinga

Lögunum er ætlað að minnka spurn eftir húsnæði og lækka …
Lögunum er ætlað að minnka spurn eftir húsnæði og lækka verð. Stjórnarandstæðingar segja þau drifin áfram af útlendingaandúð og senda slæm skilaboð til erlendra fjárfesta. Ljósmynd/Phillip Perry (Wikimedia Commons)

Ný­sjá­lenska þingið hef­ur samþykkt lög sem banna er­lend­um rík­is­borg­ur­um, sem ekki eru bú­sett­ir í land­inu, að kaupa íbúðar­hús­næði og jarðir þar.

Lög­un­um, sem gilda um alla er­lenda rík­is­borg­ara nema Ástr­ala og Singa­púra, er ætlað að minnka spurn eft­ir íbúðar­hús­næði í land­inu og lækka verð. Fjórðung­ur full­orðinna Ný­sjá­lend­inga býr í eig­in hús­næði en í frétt Guar­di­an kem­ur fram að hlut­fallið hafi verið helm­ing­ur árið 1991 og að heim­il­is­laus­um hafi á sama tíma fjölgað. Milli Ástr­al­íu, Nýja-Sjá­lands og Singa­púr eru í gildi fríversl­un­ar­samn­ing­ar og eru þeir ástæða þess að borg­ar­ar ríkj­anna tveggja eru und­an­skild­ir lög­un­um.

Þau eru sett að und­ir­lagi rík­is­stjórn­ar lands­ins, sem leidd er af jafnaðarmönn­um en í henni sitja einnig full­trú­ar þjóðern­is­flokks­ins New Zea­land First. Hús­næðismál voru í brenni­depli í kosn­ing­um í land­inu í sept­em­ber í fyrra og er laga­setn­ing­in í sam­ræmi við lof­orð jafnaðarmanna fyr­ir kosn­ing­ar, þar sem flokk­ur­inn hlaut 37 pró­sent at­kvæða og bætti við sig tólf pró­sent­um frá síðustu kosn­ing­um. Var þar með endi bund­inn á níu ára valdatíð Þjóðarflokks­ins (New Zea­land Nati­onal Party) en flokk­ur­inn er þó enn stærsti flokk­ur­inn á þingi eft­ir að hafa hlotið 45 pró­sent at­kvæða.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Jac­inda Ardern, for­sæt­is­ráðherra Nýja-Sjá­lands. AFP

3,3% hús­næðis selt út­lend­ing­um

„Við telj­um að markaður­inn fyr­ir ný­sjá­lenskt íbúðar­hús­næði og jarðir eigi að vera fyr­ir Ný­sjá­lend­inga, ekki kaup­end­ur utan úr heimi,“ sagði aðstoðarráðherra fjár­mála í sam­tali við Guar­di­an. „Við eig­um ekki að vera leigj­end­ur í eig­in landi,“ sagði hann í þing­ræðu á miðviku­dag.

Úttekt Ecomom­ist á hús­næðismörkuðum í fyrra leiddi í ljós að hvergi er dýr­ara að festa kaup á fast­eign en á Nýja-Sjálandi og hef­ur hús­næðis­verð í Auckland til að mynda hækkað um 75% á síðustu fjór­um árum, þótt markaður hafi reynd­ar kólnað á síðustu mánuðum.

Að sögn Par­ker eru 20% hús­næðis í miðborg Auckland í eigu er­lendra rík­is­borg­ara, en ekki fylg­ir sög­unni hve stór hluti þeirra býr í Nýja-Sjálandi eða hef­ur ástr­alskt eða singa­púrskt rík­is­fang. Hlut­fallið er þó mun lægra á landsvísu en á síðasta árs­fjórðungi, apríl til júní 2018, voru 3,3% af seldu íbúðar­hús­næði seld út­lend­ing­um. Voru Kín­verj­ar stór­tæk­ast­ir kaup­enda en þar á eft­ir Ástr­al­ar, Bret­ar og Banda­ríkja­menn.

Þjóðarflokk­ur­inn, sem sit­ur í stjórn­ar­and­stöðu, hef­ur mót­mælt laga­setn­ing­unni. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir Amy Adams, talmaður flokks­ins í fjár­mál­um, að bannið bygg­ist á út­lend­inga­andúð og sendi slæm skila­boð til er­lendra fjár­festa, auk þess sem til­trú viðskipta­lífs­ins á viðskiptaum­hverfi Nýja-Sjá­lands hafi ekki verið minni síðan árið 2008.

„Rík­is­stjórn­in hef­ur sett þetta fram sem ein­hvers kon­ar töfra­lausn á hús­næðis­vanda Ný-Sjá­lend­inga en vís­bend­ing­ar eru um að aðgerðin verði til þess að auka á vand­ræðin,“ sagði Adams, án þess að fara nán­ar út í þá sálma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert