Efnahagsaðstoð sem Grikkir fengu fyrir þremur árum er lokið en alls fengu Grikkir 61,9 milljarða evra efnahagsaðstoð frá evrusvæðinu að láni á tímabilinu samkvæmt samkomulaginu.
Um var að ræða stærstu efnahagsstoð sem veitt hefur verið í sögunni og alls fengu Grikkir að láni 260 milljarða evra á átta ára tímabili. Í fyrsta skipti í átta ár getur gríska ríkið fengið fé að láni á markaðsvöxtum.
En ljóst er að ríkið verður næstu áratugi að endurgreiða það fé sem það fékk að láni. Skilyrði fyrir láninu á sínum tíma var að grípa til sársaukafullra aðhaldsaðgerða.