Trump útnefnir sendiherra á Íslandi

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur útnefnt Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Eitt og hálft ár er síðan Robert Barber hætti störfum sem sendiherra hér á landi.

Gunter er læknir en auk móðurmálsins talar hann spænsku, hollensku og frönsku.

Öldungadeild bandaríska þingsins þarf að samþykkja útnefningu Gunters, sem er ötull stuðningsmaður Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert