Yfir ein milljón íbúa Kerala-héraðs á Indlandi heldur til í neyðarskýlum vegna monsúnflóðanna. 410 manns eru látnir í flóðunum sem eru þau verstu á svæðinu í heila öld.
Sett hafa verið upp um 3.200 neyðarskýli í héraðinu en um 50 þúsund heimili hafa eyðilagst í flóðunum. Þúsundir hermanna taka þátt í björgunaraðgerðum en monsúnrigningarnar hafa staðið yfir í tvo mánuði.