Boða verkfall á Schiphol-flugvelli

Talið er að verkfallið geti haft áhrif á að minnsta …
Talið er að verkfallið geti haft áhrif á að minnsta kosti 200.000 flugfarþega. Ljósmynd/Wikipedia.org

Starfsfólk sem sinnir öryggisgæslu á Schiphol-flugvelli í Amsterdam í Hollandi ætlar að leggja niður störf 4. september, að öllu óbreyttu, til að krefjast betri kjara. Þetta tilkynnti verkalýðsfélag starfsfólksins í dag. AFP-fréttastofan greinir frá.

Schiphol er einn fjölfarnasti flugvöllur í heimi og talið er að verkfallið muni hafa áhrif á að minnsta kosti 200 þúsund flugfarþega.

Ákvörðun um verkfall kemur í kjölfar tveggja mánaða aðgerða af hálfu starfsfólks sem sinnir öryggisgæslu á flugvöllum víða í Holllandi. Krafist er þriggja prósenta launahækkunar, sveigjanlegri vinnutíma og meira öryggis starfsfólks. Fram að þessu hafa atvinnurekendur hafnað kröfunum.

Samkvæmt talsmanni Schiphol-flugvallar verður reynt til þrautar að semja við starfsfólkið til að koma í veg fyrir að gripið verði til verkfallsaðgerða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert