„Mér líður mjög illa fyrir hönd Paul Manafort og yndislegu fjölskyldunnar hans. „Réttlætið“ tók tólf ára gamalt mál, setti ótrúlegan þrýsting á hann og ólíkt Michael Cohen neitaði hann að „brotna“, búa til sögur í því skyni að fá „samning“,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í Twitter-færslu sinni í dag. Manafort, fyrrverandi stjórnarformaður forsetaframboðs Trumps, var í gær sakfelldur fyrir fjár- og skattsvik og gæti átt yfir höfði sér allt að 80 ár í fangelsi.
Forsetinn sagði í gær eftir að úrskurður kviðdóms í máli Manafort lá fyrir, að hann væri „góður maður“ og lögsóknin á hendur honum væri pólitísk.
Manafort var sakfelldur fyrir 8 af alls 18 ákæruliðum, en ekki náðist úrskurður um hina tíu. Þau mál sem tekin voru fyrir í réttarhöldunum í gær voru þó aðeins byrjunin fyrir Manafort þar sem hann á fram undan önnur réttarhöld í næsta mánuði þar sem meginhluti lögsóknarinnar gegn honum verður tekinn fyrir.
Trump hefur verið mjög virkur á Twitter-reikningi sínum í dag og fer hann heldur ófögrum orðum um fyrrverandi lögmann sinn, Michael Cohen, sem einnig var réttað yfir í gær. Segir hann meðal annars að þeir sem vilji leita sér góðrar lögfræðiþjónustu ættu ekki að hugleiða Cohen.
Cohen játaði í gær skattsvik og brot á lögum um fjármögnun kosningabaráttu. Þær játningar gætu haft áhrif á afstöðu rannsóknar sérstaks saksóknara, Roberts Mueller, til forsetans þar sem Cohen sakaði Trump um að fyrirskipa ólöglegar greiðslur sem Cohen játaði að hafa haft umsjón með.
Michael Cohen plead guilty to two counts of campaign finance violations that are not a crime. President Obama had a big campaign finance violation and it was easily settled!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 22 augustus 2018
A large number of counts, ten, could not even be decided in the Paul Manafort case. Witch Hunt!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 22 augustus 2018
I feel very badly for Paul Manafort and his wonderful family. “Justice” took a 12 year old tax case, among other things, applied tremendous pressure on him and, unlike Michael Cohen, he refused to “break” - make up stories in order to get a “deal.” Such respect for a brave man!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 22 augustus 2018
If anyone is looking for a good lawyer, I would strongly suggest that you don’t retain the services of Michael Cohen!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 22 augustus 2018