„Urðum öll læknar þennan dag“

Sýrlenskur drengur heldur súrefnisgrímu fyrir vitum ungbarns bænum Douma í …
Sýrlenskur drengur heldur súrefnisgrímu fyrir vitum ungbarns bænum Douma í Austur-Ghouta eftir meinta efnavopnaárás stjórnarhersins. AFP

Ef for­seti Sýr­lands, Bash­ar al-Assad, beit­ir efna­vopn­um á íbúa Idlib-héraðs verður því svarað seg­ir ráðgjafi for­seta Banda­ríkj­anna, Don­alds Trump, í ör­ygg­is­mál­um. Í dag eru fimm ár frá því efna­vopn­um var beitt á íbúa Ghouta með þeim af­leiðing­um að rúm­lega 1.300 lét­ust. 

John­Bolt­on sagði þetta á blaðamanna­fundi í Jerúsalem í morg­un. Hann seg­ir að rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna sé ekki að reyna að koma leiðtog­um Írans frá völd­um með því að auka refsiaðgerðir gagn­vart rík­inu. Aft­ur á móti vilji rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna sjá veiga­mikl­ar breyt­ing­ar á stjórn­ar­hátt­um í Íran.

Sérstakur ráðgjafi forseta Bandaríkjanna í öryggismálum, John Bolton.
Sér­stak­ur ráðgjafi for­seta Banda­ríkj­anna í ör­ygg­is­mál­um, John Bolt­on. AFP

Snemma morg­uns þenn­an dag árið 2013 var efna­vopn­um varpað á aust­ur- og vest­ur­hluta Ghouta en svæðið er skammt frá höfuðborg Sýr­lands, Dam­askus. Eld­flaug­um með sa­rín-gasi var skotið á íbúa­byggðir og veikt­ust yfir sjö þúsund al­menn­ir borg­ar­ar. Yfir 1.300 lét­ust, seg­ir tann­lækn­ir­inn Mohamad Katoub sem tók þátt í að veita fórn­ar­lömb­um árás­ar­inn­ar lækn­isaðstoð. Hann sendi bréf til fjöl­margra þeirra sem fylgj­ast með þróun mála í Sýr­landi í gær­kvöldi og eins er birt grein eft­ir hann í In­depend­ent í dag.

AFP

„Á þess­um skelfi­lega degi urðum við öll lækn­ar. Þrátt fyr­ir að vera menntaður tann­lækn­ir man ég eft­ir því þegar ég hljóp á sjúkra­húsið til þess að aðstoða. Þar blasti við mér sýn sem var verri en nokk­ur mar­tröð. Hug­rakk­ir íbú­ar komu á sjúkra­húsið og buðu sig fram sem sjálf­boðaliða. Voru reiðubún­ir til þess að gera hvað sem var – að dæla vatni til þess að hreinsa gasið af líköm­um fórn­ar­lambanna, út­vega eldsneyti og jafn­vel að flytja slasaða á brott. Um­fang árás­ar­inn­ar var slíkt að ekki var nóg að fá alla þessa sjálf­boðaliða til að sinna þeim sem þurftu á henni að halda,“ skrif­ar Katoub í bréf­inu sem sent var í gær­kvöldi.

Hann seg­ir að þrem­ur dög­um eft­ir árás­ina þegar fólk gaf upp von­ina um að finna ást­vini á lífi hafi fólk farið að spyrja um þá sem voru látn­ir. Ein­hverj­ir þeirra, jafn­vel börn, voru grafn­ir án þess að kennsl hefðu verið bor­in á þá. 

Barn liggur í sjúkrarúmi í bænum Zamalka í Ghouta-héraði.
Barn ligg­ur í sjúkra­rúmi í bæn­um Zamalka í Ghouta-héraði. AFP

Bæði sýr­lensk­ir og er­lend­ir fjöl­miðlar fjölluðu um efna­vopna­árás­ina og sér­fræðing­ar á veg­um Sam­einuðu þjóðanna voru ekki langt frá eða í Dam­askus þar sem þeir rann­sökuðu fyrri efna­vopna­árás­ir. Þeir fundu gögn sem sýndu fram á að sa­rín-gasi hafi verið beitt. Vopni sem er á bann­lista en samt sem áður sagði eng­inn af sér. 

Katoub seg­ir að frá þess­um degi og allt til dags­ins í dag hafi efna­vopn­um verið beitt á sýr­lensku þjóðina af stjórn­völd­um í land­inu og víga­sam­tök­un­um Ríki íslams. Árás­in á Douma 7. apríl 2018 hafi verið skelfi­leg en þar lét­ust 40 manns. Í kjöl­farið hafi ör­ygg­is­ráðið greitt at­kvæði í þrígang varðandi notk­un efna­vopna í Sýr­landi en í öll skipt­in hafi Rúss­ar beitt neit­un­ar­valdi og komið í veg fyr­ir álykt­an­ir ráðsins. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert