McCain hættur í krabbameinsmeðferð

John McCain öldungadeildarþingmaður hefur ákveðið að hætta krabbameinsmeðferð.
John McCain öldungadeildarþingmaður hefur ákveðið að hætta krabbameinsmeðferð. AFP

Banda­ríski öld­unga­deild­arþingmaður­inn John McCain er hætt­ur krabba­meinsmeðferð. Fjöl­skylda McCain greindi frá þessu í dag. McCain, sem er á tíræðis­aldri, greind­ist með ágengt heila­æxli í fyrra­sum­ar og hef­ur verið í krabba­meinsmeðferð frá því í júlí 2017. BBC grein­ir frá.

Hann yf­ir­gaf þá Washingt­on til að dvelja hjá fjöl­skyldu sinni í Arizona, en hef­ur haldið áfram að tjá sig um stjórn­mál og hef­ur á stund­um verið harður í gagn­rýni sinni í garð Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta.

Í yf­ir­lýs­ingu sem fjöl­skylda McCain sendi banda­rísk­um fjöl­miðlum seg­ir: „Í fyrra deildi John McCain öld­unga­deild­arþingmaður með þjóðinni frétt­um sem fjöl­skyld­an vissi þá þegar. Hann hafði verið greind­ur með ágengt heila­æxli og horf­ur voru ekki góðar.“

McCain hafi nú lifað leng­ur en lækn­ar töldu lík­legt. Fram­ganga sjúk­dóms­ins og hár ald­ur þing­manns­ins hafi þó sín áhrif.

„Af sín­um venju­lega vilja­styrk hef­ur hann ákveðið að hætta lækn­is­meðferð,“ sagði í yf­ir­lýs­ing­unni.

Meg­h­an McCain, dótt­ir McCain, sagði í skila­boðum á Twitter að fjöl­skyld­an kunni vel að meta kær­leik­ann og ör­lætið sem þau hafi fundið fyr­ir und­an­farið ár. Þá sagði Cin­dy McCain, eig­in­kona hans, að hún elskaði eig­in­mann sinn af öllu hjarta. „Guð blessi alla þá sem hafa ann­ast hann í þess­ari veg­ferð.“

McCain hef­ur verið þingmaður Arizona í öld­unga­deild­inni og full­trúa­deild­inni í 35 ár og áhrifamaður í Re­públi­kana­flokkn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert