Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain er hættur krabbameinsmeðferð. Fjölskylda McCain greindi frá þessu í dag. McCain, sem er á tíræðisaldri, greindist með ágengt heilaæxli í fyrrasumar og hefur verið í krabbameinsmeðferð frá því í júlí 2017. BBC greinir frá.
Hann yfirgaf þá Washington til að dvelja hjá fjölskyldu sinni í Arizona, en hefur haldið áfram að tjá sig um stjórnmál og hefur á stundum verið harður í gagnrýni sinni í garð Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Í yfirlýsingu sem fjölskylda McCain sendi bandarískum fjölmiðlum segir: „Í fyrra deildi John McCain öldungadeildarþingmaður með þjóðinni fréttum sem fjölskyldan vissi þá þegar. Hann hafði verið greindur með ágengt heilaæxli og horfur voru ekki góðar.“
McCain hafi nú lifað lengur en læknar töldu líklegt. Framganga sjúkdómsins og hár aldur þingmannsins hafi þó sín áhrif.
„Af sínum venjulega viljastyrk hefur hann ákveðið að hætta læknismeðferð,“ sagði í yfirlýsingunni.
No man this century better exemplifies honor, patriotism, service,
— Mitt Romney (@MittRomney) August 24, 2018
sacrifice, and country first than Senator John McCain. His heroism
inspires, his life shapes our character. I am blessed and humbled by
our friendship.
Meghan McCain, dóttir McCain, sagði í skilaboðum á Twitter að fjölskyldan kunni vel að meta kærleikann og örlætið sem þau hafi fundið fyrir undanfarið ár. Þá sagði Cindy McCain, eiginkona hans, að hún elskaði eiginmann sinn af öllu hjarta. „Guð blessi alla þá sem hafa annast hann í þessari vegferð.“
God bless John McCain, his family, and all who love him — a brave man showing us once again what the words grace and grit really mean. https://t.co/9aiLxCF24E
— John Kerry (@JohnKerry) August 24, 2018
McCain hefur verið þingmaður Arizona í öldungadeildinni og fulltrúadeildinni í 35 ár og áhrifamaður í Repúblikanaflokknum.