Palin meinað að vera viðstödd útför McCain

John McCain valdi óvænt Söru Pal­in, ríkisstjóra Alaska, sem vara­for­seta­efni, …
John McCain valdi óvænt Söru Pal­in, ríkisstjóra Alaska, sem vara­for­seta­efni, þegar hann var forsetaefni Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum árið 2008. AFP

Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikanaflokksins árið 2008, verður meinað að vera viðstödd útför öld­unga­deild­arþingmannsins John McCain sem fram fer í Washington D.C. á laugardag.

McCain valdi Palin óvænt sem varaforsetaefni flokksins í forkosningum fyrir tíu árum. 

Krafan um að Palin verði ekki viðstödd útförina kemur frá fjölskyldunni, að því er bandarískir fjölmiðlar greina frá, en nánari skýring hefur ekki verið gefin út. „Palin-fjölskyldunni mun alltaf þykja vænt um vináttu McCain-hjónanna og varðveita þær minningar um aldur og ævi,“ segir talsmaður fjölskyldunnar.

McCain lést síðastliðinn laugardag eftir erfiða bar­áttu við krabba­mein. Palin minntist McCain á Twitter og sagði hann vera kæran vin. „Ég mun minnast góðu stundanna,“ skrifaði Palin og sendi hún hlýjar kveðjur til fjölskyldu hans.

People magazine hefur eftir ættingja að ákvörðunin um að meina Palin að vera viðstödd útförina komi frá ekkju hans, Cindy McCain. „Henni er mjög umhugað um minningu og arfleifð Johns. Hún er einnig syrgjandi ekkja. Ég held að hún vilji komast í gegnum þetta eins og vel og hún getur,“ hefur miðillinn eftir ættingjanum.

Palin er ekki sú fyrsta sem er vinsamlegast beðin um mæta ekki í útförina. Síðustu op­in­beru orð McCains um Trump var þegar hann tjáði New York Times að hann vildi ekki hafa Trump viðstadd­an út­för sína.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert