Hætta stuðningi við flóttafólk frá Palestínu

Um 30% af fjár­mögn­un Palestínuflóttamannaaðstoðar­inn­ar hefur komið frá Banda­ríkj­un­um.
Um 30% af fjár­mögn­un Palestínuflóttamannaaðstoðar­inn­ar hefur komið frá Banda­ríkj­un­um. AFP

Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að binda enda á fjárveitingar til stofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir palestínskt flóttafólk. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að ástand stofnunarinnar sé svo slæmt að það sé óbætanlegt.

Um 30% af fjár­mögn­un Palestínuflótta­mannaaðstoðar­inn­ar (e. UN Reli­ef and Works Agency), sem var sett á fót árið 1949, kem­ur frá Banda­ríkj­un­um. Árið 2016 lagði Evr­ópu­sam­bandið til næst­hæstu upp­hæðina, sem var samt sem áður helm­ingi lægri en fram­lag Banda­ríkj­anna. Stofn­un­in veit­ir yfir fimm millj­ón­um palestínskra flótta­manna ýms­an stuðning og aðstoð.

Í janúar greindi utanríkisráðuneytið frá því að heild­ar­fjármagnið í ár til stofnunarinnar yrði 120 millj­ón­ir doll­ar­ar. 60 millj­ón­ir doll­ara myndu renna til Palestínuflótta­mannaaðstoðar­inn­ar, en 65 millj­ón­ir doll­ara, eða sem nem­ur 6,6 millj­örðum ís­lenskra króna, verður „ráðstafað í nán­ustu framtíð“. Nú hefur komið í ljós að 60 milljónir dollara verða greiddir, en ekkert umfram það.

Stjórnvöld í Palestínu hættu öllum samskiptum við stjórnvöld í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, viðurkenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels í fyrra. Stjórnvöld í Palestínu vara við því að ákvörðunin um að hætta allri fjárhagslegri aðstoð við flóttamenn frá Palestínu muni draga enn frekar úr möguleika á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert