„Duterte virðist hata konur“

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja.
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. AFP

Rodrigo Duterte, for­seti Fil­ipps­eyja, hef­ur verið harðlega gagn­rýnd­ur eft­ir að hann sagði að feg­urð kvenna út­skýrði fjölda nauðgana í land­inu.

„Sagt er að mörg nauðgun­ar­mál komi upp í Dav­ao,“ sagði for­set­inn í ræðu í vik­unni en Dav­ao er heima­borg hans.

„Á meðan fal­leg­ur kon­ur eru til þá verða marg­ar nauðgan­ir,“ sagði Duterte.

Aðgerðasinn­inn og talsmaður fyr­ir rétt­ind­um kvenna, El­iza­beth Angsi­oco, seg­ir að um­mæli for­set­ans ógni kon­um í land­inu og geri lítið úr nauðgun­um.

„Duterte virðist hata kon­ur það mikið að hann læt­ur eins og nauðgan­ir séu eðli­leg­ar. Þetta er al­gjör­lega óá­sætt­an­legt. Það er ekki eins og ein­hver maður segi þetta; við erum að tala um for­set­ann,“ sagði Angsi­oco.

„Hann læt­ur fólk halda að ein­ung­is fal­leg­um kon­um sé nauðgað og læt­ur karl­menn halda að nauðgan­ir séu í lagi,“ bætti hún við.

Duterte tók við for­seta­embætt­inu í júlí 2016 og hef­ur síðan þá helst vakið at­hygli fyr­ir grimmi­lega ein­ræðistil­b­urði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert