„Þetta er svívirðileg árás“

Mahmoud Abbas.
Mahmoud Abbas. AFP

Palestínskir ráðamenn fordæma þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að binda enda á fjár­veit­ing­ar til stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir palestínskt flótta­fólk. Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyti Banda­ríkj­anna seg­ir að ástand stofn­un­ar­inn­ar sé svo slæmt að það sé óbæt­an­legt.

Um 30% af fjár­mögn­un Palestínuflótta­mannaaðstoðar­inn­ar (e. UN Reli­ef and Works Agency), sem var sett á fót árið 1949, kem­ur frá Banda­ríkj­un­um. Árið 2016 lagði Evr­ópu­sam­bandið til næst­hæstu upp­hæðina, sem var samt sem áður helm­ingi lægri en fram­lag Banda­ríkj­anna. Stofn­un­in veit­ir yfir fimm millj­ón­um palestínskra flótta­manna ýms­an stuðning og aðstoð.

Talsmaður Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, var ómyrkur í máli í morgun. „Þetta er svívirðileg árás gegn Palestínumönnum.“ sagði talsmaður forsetans.

Palestínumenn hafa áður gagnrýnt Bandaríkin fyrir að vera of hliðholl Ísraelum, sérstaklega eftir að  Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, viður­kenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­els í fyrra.

Palestínsk yfirvöld hættu þá öll­um sam­skipt­um við stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um. Stjórn­völd í Palestínu vara við því að ákvörðunin um að hætta allri fjár­hags­legri aðstoð við flótta­menn frá Palestínu muni draga enn frek­ar úr mögu­leika á friði fyr­ir botni Miðjarðar­hafs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert