Trump hótar að útiloka Kanada frá NAFTA

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótar að útiloka Kanada frá nýjum …
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótar að útiloka Kanada frá nýjum viðskiptasamningi ríkja í Norður-Ameríku. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar að útiloka Kanada frá nýjum viðskiptasamningi ríkja í Norður-Ameríku (NAFTA).

Viðræðum samn­inga­nefnda Banda­ríkj­anna og Kan­ada um nýj­an viðskipta­samn­ing milli ríkj­anna lauk án niður­stöðu í gær eftir fjögurra daga form­leg­ar viðræður.

Trump segir að NAFTA-samningurinn hafi á sínum tíma verið versti samningurinn sem Bandaríkin hafi átt hlutdeild að. 

„Það er engin pólitísk þörf á að Kanada verði hluti af nýjum NAFTA-samningi. Ef við náum ekki að komast að sanngjarnri niðurstöðu eftir áratuga misnotkun af hálfu Kanada, verður Kanada einfaldlega að vera úti,“ tísti Trump í dag. 

Trump er jafnframt þeirrar skoðunar að bandaríski þingið eigi ekki að skipta sér af samningaviðræðunum. „Annars eyði ég NAFTA í heild sinni og við verðum betur sett þannig,“ tístir forsetinn.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert