Mál gegn Spacey látið niður falla

Kevin Spacey var vikið úr þáttaröðinni House of Cards.
Kevin Spacey var vikið úr þáttaröðinni House of Cards. AFP

Kevin Spacey verður ekki lög­sótt­ur fyr­ir kyn­ferðisof­beldi sem hann er grunaður um að hafa beitt árið 1992. Héraðsdóm­ur Los Ang­eles hef­ur til­kynnt að málið sé fyrnt, af því er fram kem­ur á frétta­vef BBC

Lög­regl­an hafði staðfest í apríl að ásök­un­in í garð Spaceys um meint brot gegn karl­manni í vest­ur­hluta Hollywood árið 1992 væri til rann­sókn­ar. Annað mál um meint brot hans árið 2016 er enn til at­hug­un­ar.

Spacey hef­ur margoft verið sakaður um kyn­ferðisof­beldi síðan í nóv­em­ber síðastliðnum, en þá sakaði leik­ar­inn Ant­hony Rapp hann um að hafa brotið á sér kyn­ferðis­lega árið 1986.

Spacey kveðst ekki muna eft­ir at­b­urðunum en baðst af­sök­un­ar op­in­ber­lega. Fjöldi ásak­ana í garð hans barst í kjöl­farið en hann hef­ur staðfast­lega neitað sök í öll­um til­vik­um. Lög­regl­an í Lund­ún­um rann­sak­ar nú sex af­brota­mál gegn Spacey.

Ásak­an­irn­ar gegn Spacey urðu til þess að hann þurfti að hætta í Net­flix-þáttaröðinni Hou­se of Cards auk þess sem hon­um var skipt út fyr­ir ann­an leik­ara í kvik­mynd­inni All the Mo­ney in the World.

Kvik­mynd­in Bill­i­onaire Boys Club, þar sem Spacey er í aðal­hlut­verki, var frum­sýnd ný­lega í Banda­ríkj­un­um og sló met í lé­legri aðsókn. Tekj­ur af frum­sýn­ing­unni voru sögu­lega lág­ar, eða 126 doll­ar­ar (um 13 þúsund krón­ur).

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka