Þingmaður alvarlega særður eftir hnífaárás

Sárskaukagretta kom skyndilega á Jair Bolsonaro á kosningafundinum og kom …
Sárskaukagretta kom skyndilega á Jair Bolsonaro á kosningafundinum og kom þá í ljós að hann hafði verið stunginn með hnífi. AFP

Brasilíski þingmaðurinn og forsetaframbjóðandinn Jair Bolsonaro er alvarlega særður eftir hnífaárás. Árásin átti sér stað á kosningafundi í Minas Gerais-fylki, en Bolsonaro er yst á hægri væng stjórnmálanna.

Bolsonaro hlaut alvarlega áverka á lungum og lifur og gekkst undir aðgerð vegna þessa og er ástand hans alvarlegt en ekki lífshættulegt að því er BBC hefur eftir sjúkrahúsyfirvöldum.  

Maður á fertugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við árásina.

Bolsonaro hefur ítrekað valdið hneykslan í heimalandi sínu með yfirlýsingum sem þykja bæði lýsa kynþáttahatri og fordómum í garð samkynhneigðra. Hann kemur engu að síður vel út úr skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði og þykir líklegur til að fara með sigur af hólmi takist Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, ekki að afnema bann við að hann bjóði sig fram aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka