Flórens nú hitabeltisstormur

Stormviðvaranir hafa víða verið afturkallaðar.
Stormviðvaranir hafa víða verið afturkallaðar. AFP

Bandaríska veðurfræðistofnunin hefur lýst því yfir að fellibylurinn Flórens flokkist nú sem hitabeltisstormur, en hægt hefur á vindi og fara vindhviður nú mest upp í 110 km/klst.

BBC greinir frá því að stormviðvaranir víða í Suður- og Norður-Karólínu hafi verið afturkallaðar, þrátt fyrir að mikil flóð séu enn á svæðinu vegna mikilla rigninga.

Þrjú dauðsföll hafa verið staðfest af yfirvöldum í Norður-Karólínu. Sumir virðast þó gera sér fellibylinn að skemmtun, líkt og þessi maður sem hafði lengi látið sig dreyma um að fljúga flugdreka í einum slíkum:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert