Fellibylurinn Flórens hefur náð landi á austurströnd Bandaríkjanna en honum fylgir mikið rok, hellirigning og varað er við miklum flóðum.
Miðja fellibylsins er í grennd við bæinn Wrightsville í Norður-Karólínu en vindhviður þar fara upp í 150 km/klst.
150 manns í bænum New Bern bíða þess að þeim verði bjargað. Slökkviliðsstjóri bæjarins biðlar til fólks að koma sér eins ofarlega og það getur og segir að slökkviliðsmenn eigi erfitt með að fara út í óveðrið.
Hurricane Florence is thrashing the Carolina coast with devastating flooding and hurricane-force winds. One of the hardest hit areas so far is New Bern, North Carolina. https://t.co/Zc6AE8rKCP pic.twitter.com/4OL4jGHKNr
— CBS News (@CBSNews) September 14, 2018
Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu, segir að fólk þurfi úthald, þolinmæði, almenna skynsemi og að vinna vel saman til að þrauka á meðan stormurinn fer yfir. „Þetta er byrjað og það eru nokkrir dagar eftir,“ sagði Cooper í morgun.
Samkvæmt veðurspám vestanhafs er gert ráð fyrri því að næstu tvo til þrjá daga rigni jafn mikið og gerir að meðaltali á átta mánuðum.
Meira en milljón manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín á strandsvæðum í Karólínuríkjunum og Virginiu. Um 12 þúsund þeirra hafast við í neyðarskýlum.