Fyrstu dauðsföllin vegna Flórens tilkynnt

Samkvæmt nýlegum mælingum fara vindhviður nú upp í 120 km/klst.
Samkvæmt nýlegum mælingum fara vindhviður nú upp í 120 km/klst. AFP

Fjögur dauðsföll hafa verið tilkynnt í tengslum við fellibylinn Flórens sem nú ríður yfir Norður-Karólínuríki í Bandaríkjunum. Lögreglan í Wilmington tilkynnti fyrst dauðsföll móður og ungbarns sem létust þegar tré féll á hús þeirra.

Þá hafa yfirvöld í Pender County staðfest að veik kona, sem óskaði eftir neyðaraðstoð, hafi látist vegna þess að sjúkraflutningafólk komst ekki til hennar, en tré sem rifnað höfðu upp með rótum og lent á götunni komu í veg fyrir að það kæmist til hennar.

Fjórða manneskjan lést þar sem hún reyndi að stinga rafli í samband í Lenoir Country, að því er fram kemur í tilkynningu frá yfirvöldum þar.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum fara vindhviður nú upp í 120 km/klst, en aðeins hefur dregið úr styrk fellibylsins síðan fyrr í dag. Flórens fylgir einnig mikil rigning, en í miðju Norður-Karólínuríki hefur úrkoma það sem af er degi náð 51 cm.

Flórens í beinni á BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert