Fjögur dauðsföll hafa verið tilkynnt í tengslum við fellibylinn Flórens sem nú ríður yfir Norður-Karólínuríki í Bandaríkjunum. Lögreglan í Wilmington tilkynnti fyrst dauðsföll móður og ungbarns sem létust þegar tré féll á hús þeirra.
WPD can confirm the first two fatalities of Hurricane #Florence in Wilmington. A mother and infant were killed when a tree fell on their house. The father was transported to NHRMC with injuries. https://t.co/FC5PAhuxig
— Wilmington Police (@WilmingtonPD) 14 September 2018
Þá hafa yfirvöld í Pender County staðfest að veik kona, sem óskaði eftir neyðaraðstoð, hafi látist vegna þess að sjúkraflutningafólk komst ekki til hennar, en tré sem rifnað höfðu upp með rótum og lent á götunni komu í veg fyrir að það kæmist til hennar.
JUST IN: Pender Co., NC, spokesperson: A female with a medical condition died after calling for emergency assistance during Hurricane Florence; first responders could not get to her in time due to large trees that were downed and blocked their route.
— NBC Nightly News with Lester Holt (@NBCNightlyNews) 14 September 2018
Fjórða manneskjan lést þar sem hún reyndi að stinga rafli í samband í Lenoir Country, að því er fram kemur í tilkynningu frá yfirvöldum þar.
Samkvæmt nýjustu upplýsingum fara vindhviður nú upp í 120 km/klst, en aðeins hefur dregið úr styrk fellibylsins síðan fyrr í dag. Flórens fylgir einnig mikil rigning, en í miðju Norður-Karólínuríki hefur úrkoma það sem af er degi náð 51 cm.