Leikkonan Cynthia Nixon, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Sex and the city, tapaði í forvali um ríkisstjóraefni demókrata í New York-ríki. Nixon bauð sig fram gegn sitjandi ríkisstjóra, Andrew Cuomo. Nú þegar 93% atkvæða hafa verið talin hefur Cuomo hlotið 65% og Nixon 35% segir í frétt BBC.
Cuomo hefur verið ríkisstjóri New York frá árinu 2011. Hann mun nú verða ríkisstjóraefni Demókrataflokksins fyrir kosningarnar sem fram fara 6. nóvember.
Nixon tilheyrir hópi vinstrisinnaðra demókrata sem skorað hafa samherja sína innan flokksins á hólm í forkosningunum síðustu misseri.