Fyrstu dauðsföllin af völdum Mangkhut

Björgunarstarfsmenn að störfum í bærnum Baggao í héraðinu Cagayan á …
Björgunarstarfsmenn að störfum í bærnum Baggao í héraðinu Cagayan á Filippseyjum. AFP

Tvær konur eru látnar á Filippseyjum af völdum hitabeltisstormsins Mangkhut, auk þess sem ein er látin í Taívan.

Aurskriða varð konunum tveimur á Filippseyjum að bana en hin drukknaði. 

Kona heldur á regnhlíf í Manila á Filippseyjum.
Kona heldur á regnhlíf í Manila á Filippseyjum. AFP

Mangkhut olli mikilli eyðileggingu þegar hann gekk á land á norðurhluta Luzon-eyja, þar sem um fjórar milljónir manna búa.

„Tala látinna á eftir að hækka,“ sagði Ricardo Jalad hjá almannavörnum á Filippseyjum.

Ölduhæðin er mikil í austurhluta Taívan.
Ölduhæðin er mikil í austurhluta Taívan. AFP

Vindhraði hitabeltisstormsins er 170 kílómetrar á klukkustund og fara vindhviðurnar upp í 260 km á klst.

Um 20 fellibylir og stormar ganga yfir Filippseyjar á hverju ári með tilheyrandi dauðsfjöllum og eyðileggingu.

Spáð hefur verið miklum flóðum í Norður- og Suður-Karólínu af völdum hitabeltisstormsins Flórens.

Bílar á floti í New Bern í Norður-Karólínu.
Bílar á floti í New Bern í Norður-Karólínu. AFP

Stormurinn er á leiðinni yfir austurströnd Bandaríkjanna, þar sem fjölmörg heimili hafa eyðilagst.

Fimm dauðsföll hafa orðið sem tengjast storminum og þúsundir manna hafast við í neyðarskýlum.

AFP



Sjálfboðaliði bjargar hundi í Norður-Karólínu.
Sjálfboðaliði bjargar hundi í Norður-Karólínu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka