Tvær konur eru látnar á Filippseyjum af völdum hitabeltisstormsins Mangkhut, auk þess sem ein er látin í Taívan.
Aurskriða varð konunum tveimur á Filippseyjum að bana en hin drukknaði.
Mangkhut olli mikilli eyðileggingu þegar hann gekk á land á norðurhluta Luzon-eyja, þar sem um fjórar milljónir manna búa.
„Tala látinna á eftir að hækka,“ sagði Ricardo Jalad hjá almannavörnum á Filippseyjum.
Vindhraði hitabeltisstormsins er 170 kílómetrar á klukkustund og fara vindhviðurnar upp í 260 km á klst.
Um 20 fellibylir og stormar ganga yfir Filippseyjar á hverju ári með tilheyrandi dauðsfjöllum og eyðileggingu.
Spáð hefur verið miklum flóðum í Norður- og Suður-Karólínu af völdum hitabeltisstormsins Flórens.
Stormurinn er á leiðinni yfir austurströnd Bandaríkjanna, þar sem fjölmörg heimili hafa eyðilagst.
Fimm dauðsföll hafa orðið sem tengjast storminum og þúsundir manna hafast við í neyðarskýlum.
Super Typhoon Mangkhut just made landfall in the northern Philippines as the equivalent of a category 5 hurricane. This storm is bigger, stronger and scarier than Hurricane Florence. Here are some stats to know. https://t.co/2QFklHXiUH pic.twitter.com/Fq81gKc0M7
— CNN (@CNN) September 14, 2018
"Our garage door didn't make it": North Carolina resident shows impact of Hurricane #Florence on his Belhaven home as he surveys flooded surroundings. https://t.co/qfU1tAYmpN pic.twitter.com/Wsb3nzNJFs
— ABC News (@ABC) September 15, 2018
Utility companies estimate that 1 million to 2.5 million customers could be without power before the end of Florence, according to North Carolina Gov. Roy Cooper https://t.co/OqYZZ5j3eq pic.twitter.com/IG1hV0pKqC
— CNN (@CNN) September 15, 2018