Hættan alls ekki liðin hjá

AFP

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa varað íbúa á þeim sem svæðum, sem urðu fyrir barðinu á fellibylnum Flórens, við því að hættan sé alls ekki enn liðin hjá þar sem óveðrinu fylgi miklar rigningar með tilheyrandi flóðum. Vitað er um þrettán manns sem létust í hamförunum.

Flest dauðsföllin voru í Norður-Karólínu en þar hafa yfirvöld staðfest að átta hafi látið lífið en bandarískir fjölmiðlar segja að tveir að auki hafi látist þar. Kona og barn hennar voru á meðal fyrstu fórnarlambanna þegar tré féll á heimili þeirra. Þrír létust í Suður-Karólínu.

AFP

Flórens gekk á land á föstudaginn en skömmu síðar sögðu vísindamenn að ekki væri lengur um fellibyl að ræða heldur hitabeltisstorm. Óveðrið hefur valdið miklu eignatjóni auk manntjónsins og hafa um 20 þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín.

Hópur íbúa í Norður-Karólínu reyndi í gær að komast aftur heim til sín en stjórnvöld ríkinu hafa varað við því þar sem aðstæður væru enn mjög hættulegar. Að sögn Roys Cooper ríkisstjóra eru vegir í ríkinu mjög hættulegir vegna flóða eða flóðahættu.

AFP

Cooper hefur varað við því að samhliða því sem vatnsyfirborð í ám hækki og rigningin færist í aukana munu stærri svæði fara undir vatn. Enn sé verið að skipa fólki að yfirgefa heimili sín vegna flóðahættunnar. Úrkoman væri sums staðar mæld í fetum en ekki tommum.

Rúmlega 800 hundruð heimili og fyrirtæki í Norður-Karólínu eru án rafmagns. Bandaríski herinn hefur sent um 200 hermenn á vettvang til þes að aðstoða viðbragðsaðila ásamt búnaði. Þar á meðal 100 flutningsbifreiðar. Fjöldi sjálfboðaliða er einnig að störfum.

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert