„Konungur stormanna“ í myndum

Fjölskyldur námuverkamanna við aurskriðu sem féll í bæ á Filippseyjum.
Fjölskyldur námuverkamanna við aurskriðu sem féll í bæ á Filippseyjum. AFP

Ofurfellibylurinn Manghkut, sem nú gengur yfir Kína, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar í Hong Kong, Macau og á Filippseyjum þar sem að minnsta kosti 59 hafa látist af hans völdum.

Um er að ræða versta óveður veraldar það sem af er ári. Bylurinn hefur rifið tré upp með rótum, rúður í háhýsum hafa brotnað og um 200 hafa slasast í Hong Kong. 

Rúmlega tveimur milljónum íbúa í Guangdong-héraði í Kína var gert að yfirgefa heimili sín og þúsundir sjómanna voru hvattir til að koma í land hið snarasta. Í Kína er óveðrið kallar „Konungur stormanna“.

Bíll á kafi í Hong Kong í dag.
Bíll á kafi í Hong Kong í dag. AFP

Að minnsta kosti tveir hafa þegar látist í Kína af völdum veðursins. 

Á Filippseyjum er eyðileggingin mikil á nyrstu eyjunum, aðallega Luzon-eyju. Þar reif bylurinn upp tré, tugir aurskriða féllu og sjór gekk langt upp á land.

Óttast er að tala látinn eigi eftir að hækka því að hópur námuverkamanna varð undir skriðu skammt frá borginni Baguio.

Þá hefur óveðrið valdið miklu tjóni, m.a. á kornökrum. 

Kona brosir eftir að hafa fengið aðstoð slökkviliðsmanna í þorpi …
Kona brosir eftir að hafa fengið aðstoð slökkviliðsmanna í þorpi þar sem Mangkhut gerði usla. AFP
Gluggar brotnuðu í háhýsum í Hong Kong.
Gluggar brotnuðu í háhýsum í Hong Kong. AFP
Vinnupallar feyktust um koll í Hong Kong.
Vinnupallar feyktust um koll í Hong Kong. AFP
Flóðvatn liggur yfir ökrum á Filippseyjum.
Flóðvatn liggur yfir ökrum á Filippseyjum. AFP
Björgunarmenn að störfum skammt frá höfuðborginni Manila á Filipsseyjum.
Björgunarmenn að störfum skammt frá höfuðborginni Manila á Filipsseyjum. AFP
Börn nota bala til að komast á milli húsa í …
Börn nota bala til að komast á milli húsa í þorpi á Filippseyjum. AFP
Vatn á götum í borgríkinu Macau.
Vatn á götum í borgríkinu Macau. AFP
Öldur gengu langt á land í Hong Kong.
Öldur gengu langt á land í Hong Kong. AFP
Plastrusl fýkur í Hong Kong.
Plastrusl fýkur í Hong Kong. AFP
Kona í Kína reynir að nota regnhlíf í rokinu.
Kona í Kína reynir að nota regnhlíf í rokinu. AFP
Björgunarmenn vaða flóðvatn í Macau.
Björgunarmenn vaða flóðvatn í Macau. AFP
Maður veður vatnið í Hong Kong.
Maður veður vatnið í Hong Kong. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert