Ofurfellibylurinn Manghkut, sem nú gengur yfir Kína, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar í Hong Kong, Macau og á Filippseyjum þar sem að minnsta kosti 59 hafa látist af hans völdum.
Um er að ræða versta óveður veraldar það sem af er ári. Bylurinn hefur rifið tré upp með rótum, rúður í háhýsum hafa brotnað og um 200 hafa slasast í Hong Kong.
Rúmlega tveimur milljónum íbúa í Guangdong-héraði í Kína var gert að yfirgefa heimili sín og þúsundir sjómanna voru hvattir til að koma í land hið snarasta. Í Kína er óveðrið kallar „Konungur stormanna“.
Að minnsta kosti tveir hafa þegar látist í Kína af völdum veðursins.
Á Filippseyjum er eyðileggingin mikil á nyrstu eyjunum, aðallega Luzon-eyju. Þar reif bylurinn upp tré, tugir aurskriða féllu og sjór gekk langt upp á land.
Óttast er að tala látinn eigi eftir að hækka því að hópur námuverkamanna varð undir skriðu skammt frá borginni Baguio.
Þá hefur óveðrið valdið miklu tjóni, m.a. á kornökrum.