Lögregla lokar veitingastað í Salisbury

Lögreglukona í Salisbury. Myndin er úr safni.
Lögreglukona í Salisbury. Myndin er úr safni. AFP

Lögregla hefur lokað veitingastað veitingastaðakeðjunnar Prezzo og stóru svæði umhverfis hann eftir að maður og kona veiktust þar. Lögreglan í Wiltshire segir að svæðið verði lokað þar til í ljós komi hvað olli veikindum fólksins, en nýjustu fregnir af sjúklingunum herma að þeir séu með meðvitund og hlúð sé að þeim á staðnum. 

Veitingastaðurinn er staðsettur á High Street í Salisbury, skammt frá Queen Elizabeth Gardens þar sem hinn 44 ára gamla Dawn Sturgess komst í snertingu við taugaeitrið Novichok í lok júní sem leiddi hana að lokum til dauða. 

Sergei Skripal, fyrrverandi rússneskur gagnnjósnari, og Yulia dóttir hans veiktust einnig eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitur, en í frétt Sky News kemur fram að þau hafi snætt á veitingahúsi Zizzi-keðjunnar, um 300 metra frá veitingastað Prezzo sem nú hefur verið lokað.

Auk fjögurra sjúkrabíla var sérstakt eiturefnaviðbragðsteymi sent á vettvang um klukkan kortér í sjö í kvöld, en vitni segja mann í hvítum heilbúningi með grímu athafna sig á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert