Flugvél flugfélagsins Jet Airways, sem var á leið frá Mumbai til Jaipur á Indlandi, neyddist til að snúa við stuttu eftir flugtak þegar blæða tók úr eyrum og nefi farþega vélarinnar. BBC greinir frá.
Í ljós kom að flugmaður vélarinnar gleymdi að ýta á hnapp sem tryggir jafnþrýsting í farþegarýminu. 166 farþegar voru í vélinni og leituðu yfir þrjátíu farþegar, flestir indverskir, til læknis við lendingu.
Nokkrir farþeganna birtu myndir og myndskeið af atvikinu á Twitter og lýsa því hvernig skelfingarástand greip um sig þegar súrefnisgrímur féllu úr loftinu eftir að blæða fór úr eyrum og nefi nokkurra farþega.
Panic situation due to technical fault in @jetairways 9W 0697 going from Mumbai to Jaipur. Flt return back to Mumbai after 45 mts. All passengers are safe including me. pic.twitter.com/lnOaFbcaps
— Darshak Hathi (@DarshakHathi) September 20, 2018
Satish Nair, farþegi í vélinni, birti mynd af sér á Twitter með súrefnisgrímu og segir hann að öryggi farþeganna hafi verið hunsað að öllu leyti.
@jetairways Flight 9W 697 made an emergency landing back in Mumbai. Airplane lost pressure immediately after taking off...scores of passengers including me bleeding from nose....no staff to help...no announcement on board to wear the oxygen mask.passengersafety completelyignored pic.twitter.com/vO9O95aMCP
— Satish Nair (@satishnairk) September 20, 2018
Samkvæmt upplýsingum frá flugmálaráðuneyti Indlands hefur áhöfn flugvélarinnar verið send í leyfi á meðan rannsókn málsins fer fram.