Þrjár milljónir deyja af völdum áfengis

Þrír fjórðu hlutar þeirra sem látast af völdum áfengis eru …
Þrír fjórðu hlutar þeirra sem látast af völdum áfengis eru karlar. AFP

Þrjár milljónir manna deyja af völdum áfengis í heiminum á hverju ári. Það eru fleiri en deyja af völdum AIDS, ofbeldis og umferðarslysa samanlagt, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þar kemur fram að karlar séu í sérstakri hættu.

Í nýrri skýrslu stofnunarinnar segir að meira en einn af hverjum 20 látist af völdum áfengis í heiminum á hverju ári, þar á meðal vegna aksturs undir áhrifum áfengis, ofbeldis undir áhrifum, misnotkunar og fjölda sjúkdóma og kvilla.

Þrír fjórðu hlutar þeirra sem látast af völdum áfengis eru karlar, að því er kemur fram í skýrslunni, sem er tæplega 500 blaðsíðna löng.

„Alltof margt fólk, fjölskyldur þeirra og samfélög þjást af völdum áfengisnotkunar í gegnum ofbeldi, meiðsli, andlegra erfiðleika og sjúkdóma á borð við krabbamein og heilablóðfall,“ sagði Tedros Adhanom, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður stofnunarinnar.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður stofnunarinnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert