Gróðabrall leigusala þvingi fólk úr borginni

Var þess krafist að yfirvöld settu takmörk á fjölda skammtímaleiguíbúða.
Var þess krafist að yfirvöld settu takmörk á fjölda skammtímaleiguíbúða. Ljósmynd/Wikipedia.org

Hundruð mótmæltu í Lissabon í dag ört fjölgandi íbúðum í skammtímaleigu til ferðamanna, og hækkandi leiguverðs. „Hafið taumhald á leigunni, stöðvið brottflutning“ og „Nóg komið af leiguhúsnæði ætluðu ferðamönnum“ voru slagorð sem sáust á skiltum mótmælenda sem gengu fylktu liði um götur Lissabon. Svipuð mótmæli, þó smærri að sniðum, voru haldin í borginni Porto á sama tíma. AFP-fréttastofan greinir frá.

„Fólk er að verða meðvitaðra um umfang vandans en það þarf pólitískar aðgerðir til að snúa þessu til betri vegar,“ sagði Ana Gago, sem fyrir fyrir þrýstihóp varðandi málið.

„Gróðabrall leigusala er að þvinga fólk úr miðborginni. Fasteignir eiga ekki að vera gróðamaskínur, þær eru grundvallareigur,“ sagði annar mótmælandi.

Mótmælendur kröfðust þess að yfirveld settu takmörk á það hve margar eignir má taka út af langtímaleigumarkaði og færa yfir í skammtímaleigu og auglýsa á sínum eins Airbnb. Skipuleggjendur mótmælanna í dag sögðu að 15 þúsund íbúðir væru nú auglýstar til leigu í Lissabon, en þrír fjórðu þeirra væru aðeins í boði fyrir ferðamenn.

Svipuð mótmæli hafa farið fram í fleiri evrópskum borgum, þar á meðal París.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert