Guðmundur Ingi á Global People’s Summit

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra er meðal þeirra sem …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra er meðal þeirra sem tala á Global People’s Summit. mbl.is/Valli

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur í dag þátt í alþjóðlegri netráðstefnuna Global People’s Summit, sem haldin er í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.

Guðmundur Ingi talar þar um loftslagsbreytingar, mikilvægi þess að takast á við þær og hvernig Ísland vilji skipa sér í sess með þeim ríkjum sem eru leiðandi á því sviði.  



Streymt er frá ráðstefnunni, en um er að ræða ríflega sex klukkustunda viðamikla útsendingu þar sem skipt er á milli leiðtoga, frumkvöðla og fólks um víða veröld og tekin við þau viðtöl um lausnir við margvíslegum hnattrænum málum.

The Global People’s Summit og var fyrst haldin í fyrra og náði þá til um 84 milljóna manna í 163 ríkjum, en þá tóku 60 fyrirlesarar tóku þátt, m.a. aðaltalsmanneskja Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdastjóri Alþjóðsambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og forsætisráðherra Úganda.

„Við erum alltaf að leita leiða til að tengja fleira fólk í heiminum starfi Sameinuðu þjóðanna og til að auka stuðning við sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna,“ er haft eftir sagði Maher Nasser, yfirmanni upplýsingadeildar Sameinuðu þjóðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka