Bill Cosby dæmdur í fangelsi

00:00
00:00

Banda­ríski leik­ar­inn Bill Cos­by var í dag dæmd­ur í fang­elsi vegna kyn­ferðisof­beld­is en dóm­ur­inn er að lág­marki þrjú ár en há­marki tíu ár. Cos­by verður einnig skráður sem kyn­ferðis­brotamaður og þarf að sækja sér sál­fræðiráðgjöf það sem eft­ir er æv­inn­ar.

Fram kem­ur á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins BBC að Cos­by, sem er 81 árs gam­all, hafi verið viðstadd­ur rétt­ar­höld­in í Norristown í Penn­sylvan­íu-ríki en ekki viljað tjá sig um dóm­inn þegar dóm­ar­inn, Steven O'­Neill, veitti hon­um tæki­færi til þess. 

Cos­by, sem þekkt­ast­ur er fyr­ir aðal­hlut­verkið í sjón­varpsþátt­un­um „Fyr­ir­mynd­ar­föður“, var dæmd­ur fyr­ir að byrla Andr­eu Constand lyf fyr­ir 14 árum á heim­ili hans í Phila­delp­hiu og beita hana í kjöl­farið kyn­ferðisof­beldi sem hún gat ekki spornað við.

Rúm­lega 60 kon­ur hafa sakað Cos­by um kyn­ferðisof­beldi und­an­farna ára­tugi en í mörg­um ti­fell­um er um fyrnd mál að ræða. Mál­inu gegn Cos­by vegna kyn­ferðisof­beld­is í garð Constand var upp­haf­lega vísað frá dómi en í apríl var hann sak­felld­ur vegna þess.

Dóm­ur í mál­inu var síðan kveðinn upp í dag.

Bill Cosby mætir til dómsuppkvaðningarinnar í dag.
Bill Cos­by mæt­ir til dóms­upp­kvaðning­ar­inn­ar í dag. AFP
Andrea Constand mætir í dómshúsið í dag.
Andrea Constand mæt­ir í dóms­húsið í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert