Bill Cosby dæmdur í fangelsi

Bandaríski leikarinn Bill Cosby var í dag dæmdur í fangelsi vegna kynferðisofbeldis en dómurinn er að lágmarki þrjú ár en hámarki tíu ár. Cosby verður einnig skráður sem kynferðisbrotamaður og þarf að sækja sér sálfræðiráðgjöf það sem eftir er ævinnar.

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC að Cosby, sem er 81 árs gamall, hafi verið viðstaddur réttarhöldin í Norristown í Pennsylvaníu-ríki en ekki viljað tjá sig um dóminn þegar dómarinn, Steven O'Neill, veitti honum tækifæri til þess. 

Cosby, sem þekktastur er fyrir aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum „Fyrirmyndarföður“, var dæmdur fyrir að byrla Andreu Constand lyf fyrir 14 árum á heimili hans í Philadelphiu og beita hana í kjölfarið kynferðisofbeldi sem hún gat ekki spornað við.

Rúmlega 60 konur hafa sakað Cosby um kynferðisofbeldi undanfarna áratugi en í mörgum tifellum er um fyrnd mál að ræða. Málinu gegn Cosby vegna kynferðisofbeldis í garð Constand var upphaflega vísað frá dómi en í apríl var hann sakfelldur vegna þess.

Dómur í málinu var síðan kveðinn upp í dag.

Bill Cosby mætir til dómsuppkvaðningarinnar í dag.
Bill Cosby mætir til dómsuppkvaðningarinnar í dag. AFP
Andrea Constand mætir í dómshúsið í dag.
Andrea Constand mætir í dómshúsið í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert