Hollendingar banna símanotkun á hjóli

Símanotkun hjólreiðamanna er vaxandi vandamál.
Símanotkun hjólreiðamanna er vaxandi vandamál. Ljósmynd/Wikipedia.org

Síma­notk­un hol­lenskra hjól­reiðamanna er tölu­vert vanda­mál og það er ekki óal­gengt að sjá hjólandi veg­far­end­ur með aug­un föst á sím­an­um á meðan þeir þeys­ast áfram um göt­urn­ar á fleygi­ferð. AFP-frétta­stof­an grein­ir frá.

Þetta verður hins veg­ar bráðum ólög­legt því vegna auk­inn­ar slysatíðni þar sem síma­notk­un hjól­reiðamanna kem­ur við sögu hafa yfir yf­ir­völd ákveðið að setja bann við notk­un­inni og gera má ráð fyr­ir því að viður­lög­in verði þau sömu og vegna síma­notk­un­ar und­ir stýri öku­tækja. há­marks­sekt yrði því rúm­lega 30 þúsund krón­ur. Lög­in taka gildi í júlí á næsta ári.

„Það er al­veg jafn hættu­legt að vera með aug­un á sím­an­um þegar þú ert hjólandi og und­ir stýri á öðru öku­tæki. Staðreynd­in er sú að þegar þú ert úti á veg­um þá verður þú að vera með aug­un og at­hygl­ina á veg­in­um en ekki senda skila­boð eða gera eitt­hvað annað í sím­an­um,“ seg­ir sam­gönguráðherra Hol­lands, Cora van Nieuwen­huizen.

Michael Kul­kens, sem bar­ist hef­ur fyr­ir slíku banni frá því 13 ára gam­all son­ur hans lést í hjól­reiðaslysi þar sem síma­notk­un kom við sögu, árið 2015, táraðist þegar hann frétti að bannið væri að verða að veru­leika.

„Ég varð að stöðva bíl­inn út í veg­kanti því augu mín fyllt­ust af tár­um þegar ég heyrði af bann­inu í út­varp­inu. Ég hugsaði með mér: „Okk­ur tókst það, Tommy minn, okk­ur tókst það,“ sagði hann í sam­tali við hol­lenska dag­blaðið De Tel­egra­af.

Hjól­reiðar eru vin­sæll lífstíll í Hollandi, en fleiri hjól eru í land­inu en fólk. Talið er að um 23 millj­ón hjól séu í land­inu, en íbú­arn­ir eru um 17 millj­ón­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert