Skjálfti upp á 7,5 reið yfir Indónesíu nú klukkan 10:02 að íslenskum tíma. Fjórir aðrir skjálftar af stærð 4,9 upp í 6,1 urðu á svipuðum slóðum fyrr í morgun.
Skjálftinn varð í héraðinu Central Sulawesi á eyjunni Sulawesi, um 80 kílómetra norður af borginni Palu.
Almannavarnir í Indónesíu hafa gefið út viðvörun vegna möguleika á flóðbylgjum í kjölfar skjálftans.