Milljónir líða enn sult

Liðsmaður Frelsishreyfingar Suður-Súdan, einnar margra vopnaðra sveita í landinu, hlaðinn …
Liðsmaður Frelsishreyfingar Suður-Súdan, einnar margra vopnaðra sveita í landinu, hlaðinn vopnum. AFP

Leiðtog­ar stríðandi fylk­inga í Suður-Súd­an skrifuðu und­ir enn eitt friðarsam­komu­lagið í síðasta mánuði og á meðan þeir leggja á ráðin um hvernig þeir ætli að deila völd­un­um héðan í frá held­ur hungrið áfram að sverfa að íbú­um þessa yngsta ríki heims. Þá blossa þar enn upp átök þrátt fyr­ir fög­ur fyr­ir­heit.

„Við heyrðum að þeir hefðu skrifað und­ir friðarsátt­mála en við höf­um ekki séð nein­ar vís­bend­ing­ar um það hér,“ seg­ir Mary Nyang, 36 ára íbúi í Kandak sem er ein­angrað þorp í norður­hluta lands­ins. Hér er hungrið hluti af hvers­dags­líf­inu og átök milli her­sveita stjórn­ar­hers­ins og upp­reisn­ar­hópa eiga sér enn reglu­lega stað.

Stríðið í Suður-Súd­an braust út af mik­illi hörku í des­em­ber árið 2013 er for­set­inn Sal­va Kirr sakaði vara­for­set­ann Riek Mach­ar um að hafa und­ir­búið vald­arán. 

Átök­in voru mjög áköf frá upp­hafi og sér­lega grimmi­leg þar sem fjölda­morð voru fram­in á al­menn­um borg­ur­um, þeim nauðgað og þeir rænd­ir.

Janet Tereka situr í kofa í flóttamannabúðum í Korijo í …
Janet Tereka sit­ur í kofa í flótta­manna­búðum í Korijo í Suður-Súd­an. Upp­reisn­ar­menn ráða lög­um og lof­um á svæðinu og átök gjósa reglu­lega upp. AFP

Nyang er á meðal þeirra 4,2 millj­óna manna sem þurft hafa að flýja heim­ili sín und­an átök­un­um. Um þriðjung­ur þjóðar­inn­ar hef­ur lagt á flótta. Þá benda niður­stöður nýrr­ar rann­sókn­ar til þess að yfir 382 þúsund manns hafi fallið í stríðinu.

Í fyrra blossaði svo upp hung­urs­neyð á tveim­ur svæðum sem upp­reisn­ar­menn­irn­ir höfðu á sínu valdi og í dag er talið að 6,1 millj­ón manna búi við sult. 

„Átök eru helsta ástæða hins hrika­lega ástands,“ seg­ir Pier­re Vaut­hier, yf­ir­maður Mat­væla- og land­búnaðar­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna (FAO).

Þorpið Kandak er á yf­ir­ráðasvæði upp­reisn­ar­manna og þján­ing­ar íbú­anna má beint rekja til mann­anna verka. Þar er enga op­in­bera þjón­ustu að fá, eng­ir skól­ar eru rekn­ir og eng­ar heil­brigðis­stofn­an­ir.

107 hjálp­ar­starfs­menn fallið

Átök­in hafa einnig haft áhrif á upp­skeru bænda og sölu á land­búnaðar­vör­um. Því þarf stór hluti fólks­ins að reiða sig á mat­ar­gjaf­ir hjálp­ar­stofn­ana.

En starfs­menn hjálp­ar­stofn­ana hafa einnig verið skot­mörk og 107 þeirra hafa látið lífið í átök­un­um hingað til. Þá eru vega­sam­göng­ur ótrygg­ar svo oft­ast þarf að fljúga með neyðaraðstoð til fólks­ins. Það er dýrt og því er aðstoðin minni en ella. Tom­son Phiri, starfsmaður Sam­einuðu þjóðanna, seg­ir þetta þó oft­ast einu færu leiðina.

Liðsmaður uppreisnarhóps reykir vindil í þorpi sem er skammt frá …
Liðsmaður upp­reisn­ar­hóps reyk­ir vindil í þorpi sem er skammt frá landa­mær­un­um að Úganda. Þangað hafa þúsund­ir flúið síðustu ár. AFP

Þetta hef­ur allt sam­an orðið til þess að millj­ón­ir svelta. 

„Það er erfitt að finna mat, það er lítið af hon­um,“ seg­ir hinn 28 ára gamli John Jal Lam, faðir átta barna, er hann fer til að sækja dagskammt fjöl­skyld­unn­ar af korni.

Í Kerwa, sem er hinum meg­in í land­inu skammt frá landa­mær­un­um að Úganda, fara upp­reisn­ar­menn einnig með völd. Um svæðið fara þúsund­ir á leið sinni til flótta­manna­búða í Úganda. Þar geisa enn átök. 

„Rík­is­stjórn­in virðir ekki friðarsam­komu­lagið,“ seg­ir Moses Lokujo sem fer fyr­ir vopnaðri sveit upp­reisn­ar­manna. 

Og þannig er það: Stríðandi fylk­ing­ar saka hvor aðra um að brjóta ákvæði sam­komu­lags­ins og það er ekki hikað að við að bregðast hratt við meint­um brot­um með of­beldi. „Við erum enn að berj­ast fyr­ir frelsi og lýðræði í land­inu okk­ar og ger­um það þar til við náum okk­ar mark­miði,“ seg­ir Lokujo.

Á hans svæði eru átök­in nú bein af­leiðing friðarsam­komu­lags­ins þar sem deilt er um hver eigi að fara með völd­in. Og íbú­arn­ir líða fyr­ir því hjálp­ar­stofn­an­ir hætta sér ekki á vett­vang. „Við erum orðin þreytt,“ seg­ir Jocelyn Kako, sem neydd­ist til að yf­ir­gefa heim­ili sitt. 

Barn í skoðun á heilsugæslustöð í norðurhluta Suður-Súdans. Þar fara …
Barn í skoðun á heilsu­gæslu­stöð í norður­hluta Suður-Súd­ans. Þar fara upp­reisn­ar­menn með völd og hjálp­ar­stofn­an­ir eiga erfitt um vik. AFP

Fá­tæk­ustu íbú­ar lands­ins hafa orðið verst úti. Þeir eru að svelta og þjást á meðan leiðtog­ar lands­ins leggja á ráðin um skipt­ingu valds­ins sín á milli. Í hinni nýju rík­is­stjórn er nefni­lega gert ráð fyr­ir plássi fyr­ir bæði Kiir og Mach­ar og hingað til hef­ur slík­ur ráðahag­ur alls ekki reynst vel. Og svo er stefnt að kosn­ing­um.

Fáir hafa mikla trú á að friðarsam­komu­lagið haldi, ekki frek­ar en aðrir slík­ir samn­ing­ar hafa gert í gegn­um tíðina. Fyr­ir tveim­ur árum var eitt sam­komu­lagið rofið og blossuðu þá af krafti upp harðvítug átök. 

Al­menn­ir borg­ar­ar eru að niður­lot­um komn­ir. „Mig lang­ar að segja þeim að nú er nóg komið,“ seg­ir Nyang. „Höld­um nú friðinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert