Salerni bjarga mannslífum

AFP

Ind­verska bónda­kon­an Kokila Damor var alltaf spennt fyr­ir því að heim­sækja heilsu­gæsl­una því þá komst hún á kló­sett. En í dag hef­ur hún litla ástæðu til þess að leita þangað enda er hún stolt­ur sal­erniseig­andi. Þetta er liður í aðgerðum stjórn­valda til að bæta hrein­læti í Raj­ast­h­an.

„Að eiga kló­sett hef­ur breytt lífi mínu. Ég get sofið leng­ur og bet­ur í stað þess að þurfa að fara út klukk­an fjög­ur að nóttu,“ seg­ir Damor, sem er 34 ára þriggja barna móðir. Hún seg­ir að áður hafi hún alltaf verið að finna af­sök­un fyr­ir því að heim­sækja heilsu­gæsl­una. „Því mér fannst frá­bært að nota al­menni­legt kló­sett með hurð, vatni og ljós­um,“ seg­ir hún. 

Áður voru haust­in erfiður tími því þá gat gengið erfiðlega að finna stað til þess að gera þarf­ir sín­ar. Nauðsyn­legt var að kom­ast í skjól und­ir tré þar sem regnið náði ekki til henn­ar því það er erfitt að halda á regn­hlíf á sama tíma og gengið er örna sinna. Svo ekki sé talað um ótt­ann við að ein­hver kæmi að henni.

Damor býr í þorp­inu Bhuwalia og er það eitt þeirra þorpa sem hef­ur fengið góða úr­lausn sinna mála þegar kem­ur að hrein­læt­is­mál­um en eitt af kosn­ingalof­orðum for­sæt­is­ráðherra Ind­lands, Nar­endra Modi, árið 2014 var að gera mikl­ar úr­bæt­ur í hrein­læt­is­mál­um á lands­byggðinni.

Lé­legt hrein­læti og mengað vatn drep­ur 1,4 millj­ón­ir barna á hverju ári

Öll hús í Bhuwalia geta nú státað af kló­setti en þau eru þannig úr garði gerð að ekki þarf að tengja þau sér­stöku hol­ræsa­kerfi og vatns­notk­un sal­ern­anna er í lág­marki. Slíkt er mjög mik­il­vægt á svæði þar sem þurrk­ar eru tíðir.

Talið er að sjúk­dóm­ar sem rekja má til lé­legs hrein­læt­is og mengaðs vatn drepi 1,4 millj­ón­ir barna í heim­in­um ár hvert. Það er hærri tala en fjöldi barna sem deyja sam­an­lagt úr sjúk­dóm­um eins og malaríu, misl­ing­um og al­næmi.

Sam­kvæmt áætl­un Modi fær hvert heim­ili 15 þúsund rúpí­ur til þess að út­búa sal­erni. Þetta skipt­ir miklu máli fyr­ir fá­tæk heim­ili í land­inu en heild­ar­tekj­ur fjöl­skyldu Damor eru und­ir 10 þúsund rúpí­um á mánuði. Stjórn­völd segja að með þessu hafi verið komið upp rúm­lega 86 millj­ón­um sal­erna um allt land frá því októ­ber 2014. Alls eru Ind­verj­ar 1,25 millj­arðar tals­ins.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert