Fyrirskipa handtöku Fujimori

AFP

Dómstóll í Perú hefur ógilt náðun Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta landsins, og fyrirskipað að hann skuli tafarlaust handtekinn. „Dómari hefur fyrirskipað að Fujimori, fyrrverandi forseti, skuli handtekinn og færður í gæsluvarðhald svo hann geti afplánað fangelsisdóm sinn,“ segir í yfirlýsingu. AFP-fréttastofan greinir frá.

Fujimori var náðaður með forsetatilskipun í desember á síðasta ári. Hann hafði þá afplánað 12 ár af 25 ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að hafa í tvígang fyrirskipað fjöldamorð dauðasveita á árunum 1991 og 1992.

Það var þáverandi forseti Perú, Pedro Pablo Kuczynski, sem náðaði forvera sinn skömmu áður en hann sjálfur hrökklaðist úr embætti vegna spillingar, sem varð til þess að mannréttindasamtök hófu öldu mótmæla ásamt fórnarlömbum herferðar Fujimori.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka