Collins styður Kavanaugh

Susan Collins á gangi í öldungadeildinni.
Susan Collins á gangi í öldungadeildinni. AFP

Allt stefn­ir í að Brett Kavan­augh, sem hef­ur verið sakaður um kyn­ferðis­legt of­beldi, verði til­nefnd­ur sem dóm­ari við Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna eft­ir að Sus­an Coll­ins, sem var sögð óákveðin í mál­inu, lét hafa eft­ir sér að ásak­an­irn­ar í garð Kavan­augh væru ósannaðar.

„Ég tel að þess­ar ásak­an­ir muni ekki koma í veg fyr­ir að Kavan­augh geti starfað við rétt­inn,“ sagði Coll­ins, sem er þingmaður Re­públi­kana­flokks­ins, en for­set­inn Don­ald Trump, sem til­nefndi Kavan­augh í embættið, er einnig re­públi­kani.

„Ég get ekki horft fram­hjá því að menn eru sak­laus­ir uns sekt er sönnuð og að taka þarf sann­girni með í reikn­ing­inn,“ bætti hún við og sagði Kavan­augh vera op­in­ber­ar starfs­mann sem sé til fyr­ir­mynd­ar.

Demó­krat­inn Joe Manchin styður einnig við bakið á Kavan­augh. Þar með hef­ur 51 þingmaður af 100 veitt hon­um stuðning. Bú­ist er við að at­kvæðagreiðslan fari fram seinnipart­inn á morg­un.

Brett Kavanaugh.
Brett Kavan­augh. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert