Hvítur lögreglumaður hefur verið dæmdur sekur fyrir að hafa myrt svartan táning árið 2014 en málið hefur vakið mikla athygli í borginni Chicago í Bandaríkjunum.
Jason Van Dyke, skaut hinn 17 ára Laquan McDonald sextán sinnum. Atvikið náðist á myndavél lögreglunnar og olli það miklu fjaðrafoki í borginni með tilheyrandi mótmælum sem stóðu yfir í marga mánuði. Lögreglustjóri Chicago var látinn taka pokann sinn eftir að upptökurnar voru birtar og þá var lagt til að tíu lögreglumönnum yrði sagt upp störfum í tengslum við málið.
Tólf manna kviðdómurinn komst að niðurstöðu í málinu aðeins einum degi eftir að hann hóf störf. Van Dyke var fundinn sekur um morð af annarri gráðu. Hann var einnig fundinn sekur í sextán liðum fyrir líkamsárás en sýknaður af einni ákæru fyrir opinbert misferli.
Chicago police Officer Jason Van Dyke has been convicted of murder in the shooting death of Laquan McDonald https://t.co/x63Z2qSjPX pic.twitter.com/rRqwfuWHrt
— Chicago Tribune (@chicagotribune) October 5, 2018