35 þúsund manns minntust Larsen

Kim Larsen á tónleikum á Íslandi árið 2016.
Kim Larsen á tónleikum á Íslandi árið 2016. mbl.is/Eggert

Um 35 þúsund manns söfnuðust sam­an á minn­ing­ar­tón­leik­um á Ráðhús­torgi í Kaup­manna­höfn um tón­list­ar­mann­inn Kim Lar­sen, að sögn skipu­leggj­enda og ör­ygg­is­starfs­manna. 

Þetta kom fram í frétt danska rík­is­út­varps­ins.

Fjöldi fólks kom einnig sam­an við H.C. And­er­sens-götu og í Vester­bro til að fylgj­ast með tón­leik­un­um á risa­skjá. Þar að auki voru tón­leik­arn­ir sýnd­ir á risa­skjá­um í Árós­um, Ála­borg og Óðinsvé­um.

Fylgd­ust með á risa­skjám

Í Árós­um fylgd­ust um 8 þúsund manns með tón­leik­un­um á risa­skjá, um 3.500 manns sáu þá í Óðinsvé­um.

„Við erum mjög ánægð með að all­ur þessi mann­fjöldi hafi fylgst með,“ sagði Jan Lag­ermand Lundme, sem hafði yf­ir­um­sjón með skipu­lagn­ing­unni.

„Við höf­um farið sam­an í gegn­um all­an til­finn­ingaskalann. Okk­ur langaði að safna Dön­um sam­an og kveðja og um leið hylla Kim Lar­sen og syngja sam­an mörg af hans frá­bæru lög­um,“ bætti hann við.

Fluttu mörg af bestu lög­um Lar­sen

Carol­ine Hend­er­son steig fyrst á svið og söng lagið „Som et strejf af en drå­be“. Á eft­ir henni komu meðal ann­ars Mag­tens Korridor­er, The Minds of 99 og Kwamie Liv og fluttu mörg af þekkt­ustu lög­um Lar­sen. Tón­leik­un­um lauk með lag­inu „Om lidt“ sem stúlknakór danska rík­is­út­varps­ins söng og tóku all­ir á Ráðhús­torg­inu und­ir.



mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert