Um 35 þúsund manns söfnuðust saman á minningartónleikum á Ráðhústorgi í Kaupmannahöfn um tónlistarmanninn Kim Larsen, að sögn skipuleggjenda og öryggisstarfsmanna.
Þetta kom fram í frétt danska ríkisútvarpsins.
En lang arbejdsdag er nu slut. Jeg er både stolt og beæret over at være en del af en arbejdsplads, der på rekordtid faciliterer ‘sit’ største live-arrangement siden 2014 midt i de hårdeste uger i DR’s historie. Dét er samhørighed til ære for #KimLarsen ⭐️ #dkpol #publicservice pic.twitter.com/VVjMIGmOAO
— Asbjørn Andreasen (@assedinho) October 7, 2018
Fjöldi fólks kom einnig saman við H.C. Andersens-götu og í Vesterbro til að fylgjast með tónleikunum á risaskjá. Þar að auki voru tónleikarnir sýndir á risaskjáum í Árósum, Álaborg og Óðinsvéum.
Í Árósum fylgdust um 8 þúsund manns með tónleikunum á risaskjá, um 3.500 manns sáu þá í Óðinsvéum.
„Við erum mjög ánægð með að allur þessi mannfjöldi hafi fylgst með,“ sagði Jan Lagermand Lundme, sem hafði yfirumsjón með skipulagningunni.
„Við höfum farið saman í gegnum allan tilfinningaskalann. Okkur langaði að safna Dönum saman og kveðja og um leið hylla Kim Larsen og syngja saman mörg af hans frábæru lögum,“ bætti hann við.
Caroline Henderson steig fyrst á svið og söng lagið „Som et strejf af en dråbe“. Á eftir henni komu meðal annars Magtens Korridorer, The Minds of 99 og Kwamie Liv og fluttu mörg af þekktustu lögum Larsen. Tónleikunum lauk með laginu „Om lidt“ sem stúlknakór danska ríkisútvarpsins söng og tóku allir á Ráðhústorginu undir.
Denmark's most famous (and best) rock artist, Kim Larsen, passed away a week ago and tonight there was a massive tribute concert in Copenhagen's city centre ❤️ pic.twitter.com/rgB35Sr5af
— Victoria Lisek (@yesitsvicky) October 7, 2018
Pretty emotional day in Denmark today.
— Preben Wolff (@PrebenWolff) October 7, 2018
A week ago danish singer/songwriter Kim Larsen died from cancer 72 years old.
Tonight Denmark is saying farewell to him. Tens of thousands of people in all ages are gathered all over Denmark in front of huge screens to see the concert. pic.twitter.com/D790LLUf8h