Bolsonaro með 48% atkvæða

Stuðningsmenn Jair Bolsonaro fagna fyrir utan heimili hans.
Stuðningsmenn Jair Bolsonaro fagna fyrir utan heimili hans. AFP

Hægrimaður­inn Jair Bol­son­aro leiðir for­seta­kosn­ing­arn­ar í Bras­il­íu með 48,4 % at­kvæða þegar búið er að telja tvo þriðju hluta at­kvæða.

Þetta kem­ur ekki á óvart því hon­um hef­ur verið spáð sigri í kosn­ing­un­um.

Ef Bol­son­aro, sem er 63 ára fyrr­ver­andi fall­hlíf­a­hermaður, nær hrein­um meiri­hluta at­kvæða verður ekki kosið aft­ur og verður hann því krýnd­ur for­seti.

Sér­fræðing­ar í Bras­il­íu töldu ólík­legt að hann myndi ná því og spáðu úr­slita­kosn­ingu á milli Bol­son­aro og helsta keppi­naut­ar hans, Fern­ando Haddad eft­ir þrjár vik­ur, eða 28. októ­ber. Raun­in gæti þó orðið önn­ur þegar búið verður að telja öll at­kvæði. 

Stuðningsmenn Bolsonaro í New York.
Stuðnings­menn Bol­son­aro í New York. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert