Bolsonaro með 48% atkvæða

Stuðningsmenn Jair Bolsonaro fagna fyrir utan heimili hans.
Stuðningsmenn Jair Bolsonaro fagna fyrir utan heimili hans. AFP

Hægrimaðurinn Jair Bolsonaro leiðir forsetakosningarnar í Brasilíu með 48,4 % atkvæða þegar búið er að telja tvo þriðju hluta atkvæða.

Þetta kemur ekki á óvart því honum hefur verið spáð sigri í kosningunum.

Ef Bolsonaro, sem er 63 ára fyrrverandi fallhlífahermaður, nær hreinum meirihluta atkvæða verður ekki kosið aftur og verður hann því krýndur forseti.

Sérfræðingar í Brasilíu töldu ólíklegt að hann myndi ná því og spáðu úrslitakosningu á milli Bolsonaro og helsta keppinautar hans, Fernando Haddad eftir þrjár vikur, eða 28. október. Raunin gæti þó orðið önnur þegar búið verður að telja öll atkvæði. 

Stuðningsmenn Bolsonaro í New York.
Stuðningsmenn Bolsonaro í New York. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert