Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur sagt af sér. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu en Haley og Donald Trump Bandaríkjaforseti funda á eftir.
Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, Sarah Sanders, greindi frá fundi Haley og Trump en hann verður opinn blaðamönnum. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs þykir afsögnin vera óvænt.
Haley hefur verið sendiherra Bandaríkjanna innan Sameinuðu þjóðanna frá því að Trump tók við embætti forseta í janúar í fyrra.
Forsetinn sjálfur sagði á Twitter að tilkynning vegna málsins væri væntanleg.
Big announcement with my friend Ambassador Nikki Haley in the Oval Office at 10:30am.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 9, 2018