Sakar vísindamenn um pólitík

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sakar loftslagsvísindamenn um að láta pólitísk viðhorf ráða för og efast um að maðurinn beri ábyrgð á hækkandi hita jarðar en Trump segist ekki lengur telja að loftslagsbreytingar séu blekkingar.

Þetta kom fram í máli Trump í þættinum 60 Minutes á CBS en stutt er síðan skýrsla lofts­lags­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna, IPCC, varaði við áhrifum af hlýnun jarðar. 

Loftslagsbreytingar voru hins vegar aðeins einn hluti af viðtalinu en þar var meðal annars rætt um samskiptin við Norður-Kóreu þar sem Trump segir að daginn áður en hann tók við embætti forseta hafi engu munað að Bandaríkin færu í stríð við N-Kóreu. 

Trump sagði jafnframt að líklega tengdist forseti Rússlands, Vladimír Pútín, tilræðum og að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar 2016 og það hefðu Kínverjar einnig gert. 

Trump vildi ekki í viðtalinu svara spurningu um hvort hann myndi setja aftur á lög varðandi börn sem eru á flótta og aðskilnað við foreldra. Trump sagði í viðtalinu að hann teldi að hann hafi komið fram við Christine Blasey Ford af virðingu og ef hann hefði ekki flutt ræðuna þar sem hann gerði lítið úr framburði hennar hefðu þeir ekki unnið.

Í viðtalinu kemur fram að Trump er ekki sáttur við alla ráðherra og að varnarmálaráðherrann, James Mattis, verði væntanlega sá næsti sem yfirgefur ríkisstjórnina.

Viðtal CBS

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert