Yfir 100 efnavopnaárásir á 5 árum

Sýrlensk börn fá aðhlynningu á sjúkrahúsi í bænum Maaret al-Noman …
Sýrlensk börn fá aðhlynningu á sjúkrahúsi í bænum Maaret al-Noman eftir efnavopnaárásina á Khan Sheikhun. AFP

Stríðinu í Sýrlandi, sem hefur staðið yfir í meira en sjö ár, virðist vera að ljúka með sigri forseta landsins, Bashar al-Assad. Stríð sem hefur kostað yfir 350 þúsund landsmenn lífið. Á síðustu fimm árum hafa verið framdar yfir 100 efnavopnaárásir í Sýrlandi og er talið að þær hafi skipti sköpum í þeirri baráttu. 

Á miðnætti var birt ítarleg fréttaskýring sem unnin er af fréttamönnum BBCPanorama og BBCArabic sem sýnir að efnavopnum hefur ítrekað verið beitt í baráttunni gegn uppreisnarmönnum undanfarin ár. 

Sýrlenskur drengur gefur litlu barni súrefni á sjúkrahúsi í Sýrlandi …
Sýrlenskur drengur gefur litlu barni súrefni á sjúkrahúsi í Sýrlandi í janúar eftir að efnavopnum var beitt á Ghouta. AFP

Rannsókn BBC sýnir að nægar sannanir séu fyrir því að 106 efnavopnarannsóknir hið minnsta hafi verið framdar í Sýrlandi frá því í september 2013 þegar forseti landsins skrifaði undir alþjóðlega efnavopnasamninginn (CWC) frá 1992 um bann við þróun, fram­leiðslu, söfn­un og notk­un efna­vopna og um eyðingu þeirra. Jafnframt samþykkti Assad að eyða öllum efnavopnabirgðum landsins.

Þetta var gert mánuði eftir að efnavopnum var beitt í nokkrum úthverfum Damascus þar sem meðal annars taugagasinu sarin var beitt á almenna borgara. Hundruð létust í þeirri árás. Hryllilegar myndir af fórnarlömbum árásarinnar að deyja fengu heiminn til þess að standa á öndinni og krefjast aðgerða. Vesturveldin sögðu að aðeins stjórnvöld í Sýrlandi hefðu bolmagn til þess að fremja slíka árás en Assad sagði stjórnarandstæðinga hafa staðið á bak við árásina.

Sjúkrastofa í Khan Sheikhun.
Sjúkrastofa í Khan Sheikhun. AFP

Bandaríkin hótuðu hernaðaraðgerðum í kjölfarið en ekkert varð af því eftir að Rússar, helstu bandamenn Assads, töldu forsetann á að að skrifa undir efnavopnasamkomulagið. Þrátt fyrir að  OPCW (alþjóðleg stofn­un gegn notk­un efna­vopna) og Sameinuðu þjóðirnar hafi eytt þeim 1.300 tonnum af efnavopnum sem áttu að vera til í Sýrlandi hefur slíkum árásum ekki linnt.

„Efnavopnaárásir eru skelfilegar,“ segir Abu Jaafar, sem bjó í þeim hluta Aleppo sem var undir stjórn uppreisnarmanna þar til þeir gáfust upp fyrir hersveitum ríkisins árið 2016. Tunnusprengjur eða eldflaugar drepa fólk strax segir hann en efnavopnin tryggja hryllilegan dauðdaga þar sem fólk kafnar. Þetta er hægur dauðdagi líkt og að drekkja einhverjum með því að taka frá viðkomandi súrefnið. Þetta er hryllingur segir Jaafar í viðtali við BBC.

Frá bænum Khan Sheikhun en verið er að rannsaka sýni …
Frá bænum Khan Sheikhun en verið er að rannsaka sýni úr jarðvegi. AFP

Það hefur hingað til ekki stöðvað Assad í að beita slíkum vopnum á þegna sína. Rannsóknarblaðamenn BBC sem unnu að fréttaskýringunni segja að nægar sannanir séu fyrir hendi sem staðfesta 106 árásir af 164 sem voru rannsakaðar. Í fáum tilvikum hefur verið fjallað um þessar árásir opinberlega. 

Flestar árásirnar hafa verið gerðar ídlib-héraði sem er síðasta stóra vígið sem er að falla í hendur Assads forseta. Eins hafa verið gerðar fjölmargar slíkar árásir í nágrannahéruðunum: Hama og Aleppo og eins í Austur-Ghouta sem er skammt frá Damaskus. Öll þessi héruð hafa verið undir stjórn uppreisnarmanna um lengri tíma frá því stríðið braust út árið 2011. 

AFP

Flestir þeirra sem særðust í slíkum árásum eru búsettir í Kafr Zita, sem er í Hama og í bænum Douma sem er í Austur-Ghouta. Í báðum bæjum hefur verið hart barist um yfirráðin. Ef horft er til einstakra efnavopnaárása var mannfallið mest í bænum Khan Sheikhoun, í Idlib-héraði 4. apríl 2017. Talið er að um 80 manns hafi dáið þann dag í þessum litla bæ.

Sa­rín-taugagasi var beitt í árás­inni á sýr­lenska þorpið Khan Sheik­hun 4. apríl. Þetta er niðurstaða rann­sókn­ar alþjóðlegu efna­vopna­stofn­un­ar­inn­ar OPCW (Org­an­isati­on for the Prohi­biti­on of Chemical Wea­pons).

Hér er hægt að lesa ítarlega umfjöllun BBC um efnavopnaárásirnar en Panorama-þáttur BBC í kvöld verður tileinkaður efnavopnaárásum.

AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert