Hauwa Liman var drepin í nótt

Hauwa Liman var ljósmóðir sem starfaði fyrir alþjóðaráð Rauða krossins …
Hauwa Liman var ljósmóðir sem starfaði fyrir alþjóðaráð Rauða krossins í Nígeríu en hún var ljósmóðir. Hún var tekin af lífi í nótt. ICRC

Víga­menn úr sveit­um Boko Haram drápu Hauwa Lim­an sem starfaði fyr­ir Rauða kross­inn í Níg­er­íu í nótt. Yves Daccord, fram­kvæmda­stjóri alþjóðaráðs Rauða kross­ins, fjallaði um mál starfs­syst­ur sinn­ar í er­indi í Há­skóla Íslands í gær. Hauwa var 24 ára göm­ul þegar hún var drep­in en hún var ljós­móðir. Fjallað er um málið í fjöl­miðlum víða um heim.

Hauwa Lim­an var rænt ásamt tveim­ur öðrum starfs­kon­um hjálp­ar­sam­taka í norðaust­ur­hluta Níg­er­íu 1. mars. Í síðasta mánuði var ein þeirra drep­in af víga­sam­tök­un­um og er því aðeins ein þeirra enn á lífi, Alice Loksha, sem starfar fyr­ir UNICEF í Níg­er­íu. Saif­ura Khorsa, sem starfaði einnig fyr­ir alþjóðaráð Rauða kross­ins (ICRC), var tek­in af lífi í síðasta mánuði. Þegar ungu kon­un­um þrem­ur var rænt drápu mann­ræn­ingjarn­ir þrjá hjálp­ar­starfs­menn og átta her­menn. 

Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins.
Yves Daccord, fram­kvæmda­stjóri alþjóðaráðs Rauða kross­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ekk­ert hafði frést af þríeyk­inu fyrr en í síðasta mánuði þegar ICRC greindi frá því að hafa fengið sent mynd­skeið af dráp­inu á Khorsa frá syst­ur­sam­tök­um Boko Haram, ISWAP.

ISWAP hótaði síðan að drepa Lim­an og Loksha sem og 15 ára gamla skóla­stúlku, Leah Shari­bu, sem var rænt úr þorp­inu  Dapche í Yobe-ríki í fe­brú­ar. 

Á sunnu­dag sendi ICRC mann­ræn­ingj­un­um ákall um að láta kon­urn­ar laus­ar og að sýna mis­kunn því þeirra starf fæl­ist í að hjálpa sam­fé­lög­um á átaka­svæðum. 

En upp­lýs­inga­málaráðherra Níg­er­íu, Lai Mohammed, hef­ur nú greint frá því að Hauwa Lim­an hafi verið tek­in af lífi. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ICRC hafa sam­tök­in ekki fengið þetta form­lega staðfest og von­ist til þess að þetta sé ekki rétt. Staðan sé skelfi­leg og hug­ur þeirra hjá fjöl­skyldu henn­ar.

Frétt BBC

Daily Post Niger­ia

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert