Óttast að ebólufaraldur breiðist út til fleiri landa

Ung stúlka stendur í miðri kirkju í Mangina í Norður-Kivu …
Ung stúlka stendur í miðri kirkju í Mangina í Norður-Kivu þar sem ebólufaraldurinn hefur verið hvað skæðastur. AFP

Sér­fræðing­ar Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar, WHO, munu eiga fund í vik­unni til að meta hvort að ebólufar­ald­ur­inn í aust­ur­hluta Aust­ur-Kongó sé orðinn að neyðarástandi á heimsvísu.

Fram­kvæmda­stjóri WHO, Tedros Adhanom Ghebr­eyes­us, hef­ur sett sam­an neyðar­nefnd vegna far­ald­urs­ins í Norður-Kivu í Aust­ur-Kongó en þar hafa 135 lát­ist úr ebólu frá því í ág­úst.

Nefnd­in mun hitt­ast á fundi í Genf á morg­un, miðviku­dag. Á þeim fundi verður m.a. lagt mat á hvort að far­ald­ur­inn sé orðinn svo hömlu­laus að hann ógni heilsu al­menn­ings á alþjóðavísu.

Slík flokk­un er óvenju­leg en við hana er viður­kennt að sjúk­dóm­ur gæti breiðst út yfir landa­mæri og að alþjóðasam­fé­lagið þurfi að bregðast við hon­um.

WHO færði fyrst far­ald­ur á þetta viðbúnaðarstig árið 2009 er svínaflens­an hóf að breiðast út. Sam­bæri­leg­ur viðbúnaður var viðhafður árið 2014 er löm­un­ar­veiki hóf að breiðast út að nýju eft­ir að næst­um því hafði tek­ist að út­ríma sjúk­dómn­um. Þá var einnig farið á þetta háa viðbúnaðarstig í ebólu-far­aldr­in­um í Vest­ur-Afr­íku og er far­ald­ur zika-veiru varð árið 2016. 

Um helg­ina greindi heil­brigðisráðherra Aust­ur-Kongó frá því að önn­ur bylgja ebóla-veirunn­ar væri að breiðast út og valda far­aldri í Norður-Kivu. 

Á því svæði eru skær­ur milli vopnaðra hóp­ar tíðar. Það hef­ur m.a. orðið til þess að íbú­arn­ir vantreysta yf­ir­völd­um og þar af leiðandi heil­brigðis­starfs­fólki sem  hef­ur gert því erfiðara um vik að sinna sjúk­um sem og for­varn­ar­starfi.

Þetta er í tí­unda sinn sem ebólu-far­ald­ur herj­ar á íbúa Aust­ur-Kongó frá því að veir­an upp­götvaðist árið 1976. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert