Stoppið bílalestina eða missið bæturnar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti varaði í dag stjórn­völd í Hond­úras við því að ríkið verði af millj­ón­um doll­ara fjár­hagsaðstoð hindri þau ekki 2.000 manna bíla­lest hæl­is­leit­enda frá því að kom­ast til Banda­ríkj­anna og leita þar hæl­is.

Hóp­ur­inn er að reyna að sleppa úr fá­tækt og of­beldi í heima­land­inu og halda norður eft­ir í gegn­um Gvatemala og Mexí­kó í átt að landa­mær­um Banda­ríkj­anna.

Eitt af helstu bar­áttu­mál­um Trumps í for­setatíð hans hef­ur verið að fækka ólög­leg­um inn­flytj­end­um í Banda­ríkj­un­um. Sagði for­set­inn á Twitter í dag að bund­inn yrði end­ir á fjár­hagsaðstoð Banda­ríkj­anna til Hond­úras, en hún átti að nema tæp­um 66 millj­ón­um doll­ara á næsta ári.

„Banda­rík­in hafa til­kynnt for­seta Hond­úras að ef að bíla­lest­in stóra sem er á leið til Banda­ríkj­anna verði ekki stöðvuð og henni snúið aft­ur til Hond­úras þá hætt­um við sam­stund­is að gefa meiri pen­ing eða aðstoð!“ sagði í færsl­unni.

 AFP-frétta­stof­an seg­ir ólík­legt að bíla­lest­in nái tak­marki sínu, en yf­ir­völd í Gvatemala hafa þegar til­kynnt að þau muni stöðva för henn­ar. Sagði í yf­ir­lýs­ingu stjórn­valda þar í landi að „hóp­um fólks án réttr­ar vega­bréfs­árit­un­ar“ yrði vísað frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert